Stór flokkur byggður á minnihlutasjónarmiðum

Nýr hægriflokkur Þorsteins Pálssonar og félaga á að verða leiðandi í stjórnmálum. Við höfum heyrt þennan áður.  Samfylkingin var stofnuð til að verða stór vinstriflokkur. Aðalmál flokksins varð minnihlutapólitíkin um að Ísland ætti að verða aðili að Evrópusambandinu.

Í síðustu þingkosningum fékk Samfylkingin 12,9 prósent út á minnihlutasjónarmiðið um Ísland í ESB.

Flokkur Þorsteins Pálssonar og félaga ætlar að bjóða upp á hægriútgáfu af Samfylkingunni. Sá flokkur getur ekki orðið leiðandi í stjórnmálum en kannski átt sína frægð í fimmtán mínútur eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sttundum þarf að fjarlægja friðarspillinn af heimilinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2014 kl. 14:17

2 identicon

Halda menn virkilega að Þorsteinn Pálsson njóti einhvers trausts meðal Sjálfstæðismann, maður sem var í eina tíð formaður flokksins og réð ekki við það verkefni og var felldur í formannskjöri?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 15:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að þeim myndi örugglega farnast betur með því að sameinast Árna Páli og félögum, og þeir sem væru vinstri sinnaðir myndu þá færa sig yfir til vinstri. En málið er að þeir eru kóngar allir hreint og verða að ráða. Þess vegna mun þetta ekki ganga upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2014 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband