Sunnudagur, 30. mars 2014
Bandaríkin veikjast, ófriðarhorfur aukast
Á tímabilinu eftir fall Berlínarmúrsins voru Bandaríkin eina réttnefnda stórveldið og gátu meira og minna farið sínu fram á alþjóðavettvangi. Viðbrögðin við árásinni á tvíturnana í New York voru innrásir í Afganistan og Írak, - hvorttveggja á vafasömum forsendum.
Bandaríkin riðu ekki feitum hesti frá Miðausturlöndum og tiltrú þeirra beið hnekki. Þrátefli í innanlandsstjórnmálum, sem m.a. leiddi af sér að ríkisstofnanir urðu að loka vegna skorts á fjárheimildum, drógu upp þá mynd að Bandaríkin væru risi á brauðfótum.
Farsakenndar tilnefningar á peningamönnum í embætti sendiherra eru birtingarmynd af bandarískri stjórnsýslu, sem virðist ekki ráða við verkefnið sitt.
Veikari Bandaríki gefa mönnum eins og Pútín Rússlandsforseta tilefni til að prófa sig áfram og kanna hve langt er hægt að komast með hernaðarógn.
Sérfræðingar í sögu og eðli stríðsátaka, t.d. Michael Howard, segja okkur að stríð byrji aldrei vegna tilviljana eða skyndihugdettu ráðamanna. Ákvörðun um að hefja stríð byggir alltaf á rökhugsun og yfirvegun á sóknarfærum og áhættu.
Illu heilli stenst ekki ígrundunin í aðdraganda stríðs nema í helmingi tilfella. Sagan kennir okkur það.
Obama skipti út sendiherraefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru bandaríkin að sökkva í hyldýpi pólitísks
miðjumoðs úrkynjunar með Evrópu?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 11:50
Fínn pistill hjá þér, Páll !
Ómar Ragnarsson, 30.3.2014 kl. 11:50
Já kristján,það ber lítið á hugsjónum,en borgað fyrir stuðning með bitlingum,sem við þekkjum svo vel frá forvera Samfylkingar. Obama fær far með úrkynjunaralmætti Evrópu “down”. . . .
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2014 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.