Miðvikudagur, 26. mars 2014
Ríkisstjórn efnda, ábyrgðar og verka
Stærsti árangur ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er samheldnin annars vegar og hins vegar stöðug stefna í ólgusjó eftirhrunsstjórnmálanna. Í öllum meginatriðum er ríkisstjórnin búin að efna kosningaloforð sín, að því gefnu, auðvitað, að ESB-umsókn verði afturkölluð í vor.
Stjórnarandstaðan lék þann leik að ýkja úr hófi kosningaloforð stjórnarflokkanna, einkum Framsóknarflokksins, til að herja á flokkinn vegna meintra svika. Þetta er sama aðferðin og notuð er á Sjálfstæðisflokkinn í ESB-málinu.
Með því að efna kosningaloforð um aðstoð við skuldsett heimili er ríkisstjórnin komin á traustan grunn í stóru kosningamáli. Ábyrg pólitík og sú stefna að láta verkin tala verður ríkisstjórninni til farsældar.
Stærstu efndir Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smáa letrið í loforðinu er hins vegar það að, að í stað þess að leiðrétta frá 2007-2010 er leiðrétt frá árinu 2008-2009 !! Loforðið hefur sem sagt rýrnað um meira en 50 % frá "yfirlýsingunni stóru á síðasta ári" ...
Brenda (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 19:08
Ertu ekki að grínast.
Kristján Halldórsson, 26.3.2014 kl. 20:09
Stenst leiðréttingin lög um neytendalán?
Þetta er gríðarlega mikilvæg spurning sem ríkisstjórnin hefur ekki svarað!
(Ef þið eruð enn í vafa þá stenst þetta alls ekki lög um neytendalán.)
Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2014 kl. 20:27
Brynja, þú ert full af fullyrðingum sem standast ekki. Meira að segja að Hagsmunasamtök heimilana eru ánæðgð með þessi tvö ár. Hvar færðu þín 50%, svar óskast strax.
Örn Johnson, 26.3.2014 kl. 22:52
Jæja Guðmundur,ég hef tilhneigingu til að taka mark á því sem þú segir og bíð því eftir,að sjá svör við þessari fullyrðingu. Það hljóta fleiri að hafa beint henni til hlutaðeiganda. Ég var tilbúin að taka því,sem aðstandi/kjósandi ríkisstjórnarinnar og er “ í engu frábrugðin mínum aldursflokki,að tala upp úr eins manns hljóði;”Huh, þeir finna þessu eitthvað til foráttu”,líklega það eina óvéfengjanlega.-- Þá er síðara kosningaloforðið óefnt,að afturkalla Esb,umsóknina. Með yfirburðakosningu ríkisstjórnarflokkana,undirstrika kjósendur þeirra kröfuna um afturköllun umsóknar í ESB.- Er það ekki einstakt að mikill meirhluti alvöru vinstri manna,eru á sama máli og við,í þeim efnum,? Önnur skoðanaskipti eru svo léttvæg,að við getum svo hæglega unnið saman; fyrir landið, órættan draum, fyrirheit.....
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2014 kl. 03:47
Þá þarf ekki frekari vitnanna við. Ekki Baugsmiðillinn- og umfram allt óháði og sjálfstæði penninn reynist vera blaðafulltrúi Framsóknar. Ómerkilegur snepill, sem sagt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2014 kl. 06:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.