Miðvikudagur, 26. mars 2014
Kanínan í hatti ráðherra er sprengja
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gat samið við kennara fyrir verkfall um ca. 7 prósent launahækkun, þ.e. 3 prósent sem kennarar höfnuðu í fyrra til að liðka fyrir innleiðingu nýrrar námskrár og þau 2,8 prósent sem almennt bjóðast. Að auki hefði ráðherra þurft að standa betur að fjármögnun framhaldsskólanna.
En þetta var fyrir verkfall. Þegar kennarar eru komnir í verkfall vilja þeir ná fram þeirri launaréttréttingu sem þeir eiga inni, 17 prósent, til að standa jafnfætis öðrum háskólastéttum í vinnu hjá ríkinu.
Illugi taldi sig töframann sem gæti án málefnalegs rökstuðnings galdrað fram styttingu framhaldsskólans, sem vel að merkja engin eftirspurn er eftir, um leið og hann samdi við kennara. Styttingin eru dautt mál enda hvergi til í útfærslu.
Í töfrahatti ráðherra var ekki styttingarkanína heldur sprengja sem tortímir launastefnunni, sem sátt náðist um á almennum vinnumarkaði.
Vel af sér vikið, Illugi Gunnarsson.
Það er þungt í okkur hljóðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur heyrst að stjórnvöld hyggist þæfa málið fram yfir páska, og þá verði auðveldara að semja við kennarana, vona að þetta sé bara flugufregn en ekki það sem er í farvatninu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.