Miðvikudagur, 26. mars 2014
Goðsögnin um ,,sæti við borðið"
Ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu yrði atkvæðisréttur landsins í ráherraráðinu 0.06%. Bretland, sem stærðar sinnar vegna er með margfalt meira vægi en Ísland, fær ekki málum sínum framgengt í Evrópusambandinu.
Samt segja ESB-sinnar hér á landi að miklu skipti að Ísland fái ,,sæti við borðið" þar sem ákvarðanir eru teknar.
,,Sæti við borðið" yrði ekki þágu íslensku þjóðarinnar, sem væri algerlega áhrifalaus. En kannski myndu íslenskir stjórnmála- og embættismenn njóta setunnar við háborðið í Brussel. Og ætli refirnir séu ekki til þess skornir að búa til bitlinga handa útvöldum hvað sem líður hagsmunum almennings.
Höfnun Breta engu skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir hrökkva ekki við þótt rekin sé ofan í þá lygin.
Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2014 kl. 10:14
Að kíkja í pakka og sitja við borðið, hvað næst?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 10:27
Með þetta aðeins 0,06% atkvæðvægi í helstu valdastofnunum ESB valdsins sætum við nú varla við neitt borð.
Miklu heldur að við sætum stóalaus undir borðunum og hirtum þar brauðmylsnuna sem félli af borðum Yfir - Kommíserana !
Gunnlaugur I., 26.3.2014 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.