Benedikt hafnar hægriflokki Árna Páls

Árni Páll Árnason reyndi nýverið að selja ESB-sinnum Samfylkinguna (12,9%) sem hægriflokk með frjálshyggjuskoðanir. Ekki voru undirtektir góðar meðal flokksmanna Árna Páls sem sökuðu hann um yfirstéttardekur.

Yfirstéttarmaðurinn Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, og áhugamaður um framsal á fullveldinu til Brussel hryggbrýtur Árna Pál með yfirlýsingu um að hann safni liði í nýjan hægriflokk.

ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum mælast frá fimm til tíu prósent . Miðað við fylgi Sjálfstæðisflokksins gæti Benedikt átt von á eitt til tvö prósent fylgi á landsvísu.

Þegar menn vilja fremur róa á eitt til tvö prósent mið í stað þess að leggja lag sitt við Samfylkinguna þá segir það nokkra sögu um tiltrúna sem flokkur Árna Páls nýtur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál að þeir stofni sinn eigin flokk blessaðir, þá losna Sjallarnir við þessa hávaðaseggi. Ætli það myndi ekki bara stækka flokkinn. En reyndar er komið nóg af flokkum, þess vegna ættu kratar í Sjallaflokk bara að færa sig yfir í Samfylkinguna. Við þurfum að auka aðkomu nýju flokkana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2014 kl. 18:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyrði í dag að Hægri grænir hefðu ,kosið,(ráðið) nýjan formann,þar sem Guðmundur Franklin væri fluttur til Danmerkur. Það er að sögn mikill spenningur fyrir þeim núna.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband