Mánudagur, 24. mars 2014
Grænland og Ísland; Úkraína og Rússland
Afkomendur Íslendinga og Grænlendingar bjuggu hlið við hlið um aldir; önnur þjóðin stundaði landbúnað en hin veiðiskap. Sameiginleg ógæfa beggja þjóðanna var að komast undir yfirráð smáþjóðar á fastlandi Evrópu, sem raunar var nokkuð öflug á 13. öld.
Á þessa leið mæltist Jósef Motzfeldt, fyrrum ráðherra og forseta grænlenska þingsins, á fundi Heimssýnar á laugardag um fullveldi þjóða og Evrópusamruna.
Samskipti þjóða á Norður-Atlantshafi eru með öðrum brag en þau sem tíðkast meðal þjóða á meginlandi Evrópu. Innrásir, ofbeldi og stríð eru snar þáttur í sögu meginlandsþjóðanna.
Úkraína er vettvangur togstreitu Evrópusambandsins og Rússalands um stórveldaáhrif í Austur-Evrópu. Úkraína er samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni rusl-ríki með ónýta innviði og íbúa sem eru sjálfum sér sundurþykkir.
Ólgan í Austur-Evrópu er síðbúin leiðrétting á öryggishagsmunum ríkja álfunnar eftir fall járntjaldsins og endaloka Sovétríkjanna.
Hvorki Íslendingar né Grænlendingar eiga hlutdeild í landamæradeilum ríkja meginlanda Evrópu.
Norrænu Grænlendingarnir skildu eftir sig minningu um að þjóðir geti búið í samlyndi þótt ólíkar séu. Á þeim grunni hvatti Jósef Motzfeldt til samvinnu þjóða á Norður-Atlantshafi. Íshafsráð Grænlendinga, Íslendinga. Færeyinga og Norðmanna eru nærtækari alþjóðasamskipti en innganga í Evrópusambandið til að deila við Rússa um áhrif í Úkraínu.
Krímskagi rafmagnslaus að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Haa? Eg trúi varla að Mosfeld hafi sagt þetta. Er ,,grænlenska þjóðin" þá ekki mestanpart sprottin af stofni Innúita?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2014 kl. 11:14
Hér er fróðleikur af Vísindavefnum úr grein sem heitir „Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænland niður":
„Í Íslendingabók kemur fram að Inúítar (sem norrænir menn kölluðu Skrælingja) hafi ekki búið á sömu slóðum og norrænir menn fyrst í stað, en hins vegar fundu norrænir menn ummerki um þá. Í Hauksbók kemur fram að menn frá Norðursetri, veiðistöð norðan við meginbyggð norrænna manna, hafi nýlega (um 1262) rekist á ummerki um þá. Á fjórtándu öld fluttu þeir suður á bóginn og kom þá til árekstra við norræna menn. Ívar Bárðarson hét maður og var ráðsmaður biskupstólsins á Görðum í Einarsfirði 1349–1368. Hann skrifaði Grænlandslýsingu og kemur þar fram að Vestribyggð hefur þá verið farin í eyði. Telur Ívar að Skrælingjar hafi eytt byggðina. Í Gottskálksannál (frá 16. öld) er getið um skærur norrænna manna og Skrælingja árið 1379."
Hér eru lokaorð í greinarinnar:
„Skoðanir fræðimanna um meginorsök þess að byggðin lagðist af eru skiptar. Er einkum deilt um það hvort Inúítar hafi skipt þar máli, eða hvort erfiður búskapur, kalt loftslag og einangrun frá öðrum Evrópuþjóðum hafi nægt til þess að gera norrænum mönnum óbyggilegt á Grænlandi."
Heimild: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=706
Wilhelm Emilsson, 24.3.2014 kl. 17:40
Kæri Páll.
Jón Baldvin göslast í þessu með Bryndísi og varlegt að treysta öllu sem frá þeim kemur.
Sjá færslu bloggvinar okkar dr. Vilhjálms Arnar :
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1366365/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.3.2014 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.