Sunnudagur, 23. mars 2014
Egill, Jósef og veröldin utan Rvík 101
Egill Helgason lætur fara í taugarnar á sér að grænlenski stjórnmálamaðurinn Jósef Motzfeldt lét þau orð falla á ráðstefnu Heimssýnar í gær að veröldin væri stærri en Evrópusambandið. Orðrétt sagði Jósef
Europa er langtifra hele verden, slet ikke de 28 EU medlemsstater.
Punkturinn hjá Jósef er að þjóðirnar á Norður-Atlantshafi, Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur eiga fleiri valkosti en inngöngu í Evrópusambandið til að tryggja viðskiptahagsmuni sína.
Megintillaga Jósefs, sem er reynslubolti í grænlenskum stjórnmálum, er að þessi strandríki stofni með sér Íshafsráð til að samræma afstöðu sína til málefna norðurslóða, einkum auðlindanýtingu.
Líkt og ýmsir í Rvík 101 er Egill lítt næmur á nærumhverfi okkar og hagsmuni þjóðarinnar sem strandríkis. Í hugarkorti Egils er Ísland útnári ESB og ætti að láta höfuðbólið sjá um málefni sín.
Þeir sem ekki eru blindaðir af hugarkortinu kenndu Rvík 101 vita að nærtækara er fyrir okkur að sinna málefnum norðurslóða og nágrannaríkja fremur en að flytja fullveldið til Brussel og láta meginlandsklúbbinn þar umsjón íslenskra hagsmuna.
Athugasemdir
Það ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart að stjórnmálamaður frá Ameríkuríkinu Grænlandi telji að heimurinn sé meira en Evrópa.
En það ætti heldur ekki að koma neinum á óvart (þó að margir tali eins og þeir skilji það ekki) að Evrópa er meira og allt annað en Evrópusambandið.
En það er þó staðreynd að margir reyna (líklega vísvitandi) að gera mörkin á milli þessa óljós eða ósýnileg.
Þannig tala margir um að "það þurfi meiri Evrópu", (we need more Europe).
Hvað þýðir það?
Sé reynt að skilja hvað viðkomandi meinar, er það yfirleitt, frekari samruni, meiri miðstýring og þar fram eftir götunum.
Hvað það á svo skilt við Evrópu er illskiljanlegt en það er gildir reyndar um fleira sem "Sambandssinnar" predika.
G. Tómas Gunnarsson, 23.3.2014 kl. 19:18
Egill er heldur fljótur á sér ef það tilvitnunin hjá þér hér að ofan er rétt... Það er mjög mikill munur á að segja "langt fra verden" eins og Egill skrifar og gengur út frá í sinni gagnrýni eða "langtifra verden". Ég veit ekki hversu góður Egill karlinn er í dönskunni, en þýðingin er einhvernvegin "langt frá heiminum" annars vegar eða þá eins og Jósep gamli meinti "langt í frá heimurinn" þ.e. Evrópusambandið er ekki veröldin öll.
:-)
Högni Elfar Gylfason, 23.3.2014 kl. 20:23
En hvað sagði formaður heimssýnar á facebook síðu sinn? Hahaha.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.3.2014 kl. 21:56
Dettur nokkrum lifandi manni í hug að reyndur stjórnmálamaður,eins og Jósef Metzfeldt,þekki ekki ESB lönd Evrópu stærð og fólksfjölda. Það var þá snjallt eða hitt þá heldur,hjá manni sem fjallar daglega um bókmenntir og dæmir þær,geri út pistil um orðatiltæki Jósefs á hanns eigin móðurmáli. Fyndnasta hjá Agli “að sumir segja vitleysu,sem hljómar vel”. ---Góðir ræðumenn orða hlutina oft eins og rithöfundar og skáld,eru bara þeim mun skemmtilegri,þetta skyldu allir.
Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2014 kl. 23:40
Það er reyndar bara fyndið ef einn grænlendingur er ,,á móti" ESB. Og þá hafandi í huga hve vinsamlegt ESB hefur verið Grænlandi og hve mikið Sambandið hefur hjálpað þeim og styrkt þá á allan hátt. Nú núverið voru Grænlendingar að semja við ESB um að fá um 5 milljarða styrk árlega næstu 6 árin, minnir mig. Og Grænlenskir ráðamenn telja samninginn krúsíalt fyrir Grænland.
Auð þess er Grænland formlega tengt ESB. Það er skilgreynt sem Overseas Countries. Grænlendingar eru ESB borgar, minnir mig líka.
Úrsögnin á sínum tíma var samþykkt afar naumlega og oft hefur komið upp umræða að best væri fyrir Grænland að gerast aðili aftur. Hugsanlega kann það að gerast fyrr en nokkurn varir. Að Grænland gerist bara aðili.
Mikið hefur verið talað um gríðarlegar námumöguleika í Grænlandi. Sumir telja þó að slíkt tal hafi yfirleitt farið fram úr sér og óljóst sé, miðað við það sem er vitað núna, hvort hagnaðarmöguleikar séu svo miklir nema á afmörkuðum sviðum þá. Talið sé mest allt byggt á líkum og það sem huganlega reynist o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2014 kl. 00:27
Fjarri fer því, að ESB hafi reynzt Grænlendingum vel, t.d. vildi það ekki láta af hendi allar fiskveiðiheimildir sínar eftir að grænlenzka þjóðin (sem aldrei vildi ESB) kaus að ganga úr Evrópusambandinu (og var þá eina þjóðin sem mátti það).
Ómar Bjarki var greinilega ekki að hlusta á Josef Motzfeldt ræða um sjálfstæðisbaráttu Grændlnga á hinni prýðisvel heppnuðu ráðstefnu íslenzku samtakanna Nei við ESB og norsku samtakanna Nei til EU á Hótel Sögu í fyrradag.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.3.2014 kl. 02:31
Það sem gerðist var að Grænland vildi ekki missa stuðning ESB. Það er opinberlega viðurkennt að greiðslur vegna þessara litlu veiða nokkurra ESB landa þarna uppi eru langt umfram raunvirði og beisiklí bara styrkur líka. Ofan á allan annan styrk sem frá ESB kemur.
Þar að auki kemur huge styrkur frá Danmörku og þeir borga mest allt opinbera kerfið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2014 kl. 10:30
Ps. svo tala sumir íslendingar og tala um einhverja samvinnu Íslands og Grænlands og líkt og stundum Ísland eigi að taka stöðu dana og/eða að ekkert mál sé fyrir Grænland að verða ,,sjálfstætt" sem kallast.
Og hvað? Ætla íslendingar að fara að borga opinbera kerfið á Grænlandi? Ísland þar sem framsjallar og þjóðrembingar hafa séð svo um með vitleysisrugli sínu og mokstri undir elíturassa - að það er ekki einu sinni hægt að halda uppi sómasamlegri opinberri þjónustu hér! Held að Jón Bjarnason og þjóðrembingar ættu að huga að því hvernig þeir hafa farið með hinna verst settu í þessu samfélagi hérna. Jú jú, þeir hafa séð svo um að elítan situr á dúnmjúkum sessumá kostnað almennings en hina verr settu hafa þeir skilið eftir úti í kuldanum og almenningur þarf að borga þennan þjóðrembings- og framsjallabrúsa.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2014 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.