Laugardagur, 22. mars 2014
Fjárfestar með meiri tiltrú á Íslandi en ESB-sinnar
Erlend fjárfesting streymir til landsins þrátt fyrir krónu og höft. Áróður ESB-sinna gengur út á að engin erlend fjárfesting komi til landsins fyrr en við erum orðin hluti af Evrópusambandinu með evru sem gjaldmiðil og fullveldið í Brussel.
Veruleikinn afhjúpar reglulega falskan málflutning ESB-sinna. Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar sagði í október 2008 að töfralausn Íslands á efnahagsvanda þjóðarinnar væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn vinstriflokkanna sendi til Brussel sumarið eftir og strandaði hún þar.
Aðalástæðan fyrir stórtapi vinstriflokkanna í síðustu kosningum var gjáin sem var staðfest á milli málflutnings þeirra um ónýta Ísland sem yrði að segja sig til sveitar hjá Brussel annars vegar og hins vegar efnahagslegri endurreisn landsins með krónu sem gjaldmiðil og óskert fullveldi.
ESB-sinnar eru í stöðugri mótsögn við veruleikann og eftir því ótrúverðugir.
Málflutningur andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er á hinn bóginn málefnalegur, byggir á staðreyndum og greiningu á málsefnum, líkt og sést á dagskrá ráðstefnu sem þeir halda í dag.
Aukinn áhugi fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bölvuð vitleysa er þetta hjá ykkur áróðursmeisturum ... stórtap vinstri flokka var vegna lygaloforða framsóknar, sjálfstæðisflokkurinn er sögulega lítill ...
Jón Páll Garðarsson, 22.3.2014 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.