Úkraína í valdatafli ESB og Rússa

Evrópusambandið er stórveldi á útþensluskeiði og ætlar sér aukin áhrif í austurvegi. Þar mætir ESB hagsmunum Rússa, sem í meira en 200 ár kappkostar að eiga bandalagsþjóðir næst sér, ef ekki með góðu þá með illu.

Rússar urðu fyrir innrás Frakka í byrjun 19. aldar og Þjóðverja fyrir miðja síðustu öld. Þeir telja öryggishagsmunum sínum ógnað með ítökum Evrópusambandsins í nágrannaríkjum sínum.

Íslendingar á enga hagsmuni í Austur-Evrópu, aðra en þá almennu að okkur finnst huggulegra að þjóðir eigi með sér friðsamleg samskipti með ofbeldi. Stórveldahegðun ESB undirstrikar að Ísland á ekkert erindi í það bandalag.


mbl.is ESB semur um samstarf við Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

alveg hárrétt hjá þér Páll, með að Úkraína er ekkert meira en peð í valdatafli ESB og Rússlands.

Þeir sem telja ESB og USA ekkert hafa að gera með atburðarásina í Úkraínu síðustu mánuði (og ár ef allt er tekið með í reikningin)....ættu að hlusta og lesa betur fjölmiðlana á vesturlöndum.  því þeir fylgja að vanda með....draga vagnin í því að almúgin á vesturlöndum trúi því að við séum að hjálpa Úkraínu en Rússar séu á villigötum.

el-Toro, 21.3.2014 kl. 12:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Þetta er rétt lýsing á hönnuðu atburðarrásinni, í kringum fréttir um Rússland.

Fjölmiðlar sem vilja verðskuldaðan trúverðugleika/traust/virðingu almennings, þurfa að útskýra hvers vegna sumir hermenn eru látnir vera með hulið andlit, í þessari hönnuðu atburðarrás!

Það er ekki trúverðugur fréttaflutningur, í myndrænni útsendingu, að fullyrða hverjir séu að verki, þegar andlit hermanna í myndrænni útgáfu er hulið!

Frekar augljóst, hefði maður haldið?

Mörkin milli nútíma siðmenntar og gamaldags siðleysis eru víst ekki auðveld yfirferðar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2014 kl. 15:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef mig brestur ekki minni,var langt viðtal við skákmanninn Kasparo,fyrir ekki svo löngu,þar sem hann kom inn á pólitíkina og hallaði verulega á Pútin. Hér búa fjölmargir Rússar og væri til of mikils mælt að tekið yrði viðtal við einhvern þeirra. Maður hrósar happi meðan sleppum við átök stórvelda í návígi,en þar sem þetta eru oftast fyrstu fréttir væri,það tillitssemi við hlustendur að fá sem gleggstar upplýsingar.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2014 kl. 16:01

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Anna Sigríður,þar sem ég var enn að gaufa við ath.semd mína,þegar þín birtist,vil ég taka undir með þér.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2014 kl. 16:05

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Átti Ísland að styðja sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna?

Það er ótrúlegt að ská andsinna, hvern af öðrum, líma sig þétt upp að Pútin og hans forskastanlegu stjórnarháttum. Ótrúlegt og óhugnalegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2014 kl. 16:39

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það þarf trúverðugar og réttar fréttir um Pútín, ekkert síður en um alla aðra, sem eru með hið svokallað vald. "Vald", sem allur heimurinn bankastýrði, virðist hafa tapað siðmenntaðri stjórn á.

Hernaður er aldrei lausn á neinu. Það vitum við.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2014 kl. 17:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Anna, heldur þú að Putin kunni ekki að beita hermönnum?

Að öðru leiti er furðulegt, furðulegt, að sjá fólk á Íslandi líma sig upp að Putin og styðjða ekki lýðræðis- og mannréttinfakröfu úkraínsks almennings og framþróun þar. Að sjálfsögðu lítur almenningur í Úkraínu til ESB og Evrópu þar því þar eru mannréttindi og lýðræði mest í heiðri höfð.

Maður fer að skilja betur afhverju svo margir íslendingar kjósa alltaf framsjalla. Þeir vilja einræði- og harðræðisstjórn!

Sumir íslendingar virðast auk þess vera bókstaflega pólitísikir óvitar. Þeir þekkja ekki söguna og vita ekkert um raunstefnu pólitískra flokka og hafa gullfiskaminni og láta blekkjast af þessu eða hinu lýðskruminu korter fyrir kosningar.

Það er td. eins og sumir innbyggjar hérna hafi aldrei heyrt að Sjallaflokkur hefur alltaf barist gegn öllum réttindabótum almennings. Barist gegn því. Það þurfti að berjast við sjalla hérna á götunum til að ná fram lágmarksmannréttindum fyrir almenning. Það er eins og fólk hafi ekki hugmynd um þetta. Það þurfti að berjast við þá fet fyrir fett, götu eftir götu og knýja þá til uppgjafar í langri og strangri baráttu alþýðu manna þar sem Jafnarðarmenn voru í fylkingarbrjósti. Allar réttarbætur og hagsbætur almennings hérna eru komnar frá Jafnaðarmönnum.

Svo koma heimssýnarmenn hérna, slag í slag, 2014 og tala eins og sjallaflokkur sé einhver talsmaður og eða stuðningsmaður almennings!

Er von nema manni blöskri stundum hálfvitaprópagandað og hve sumir innbyggjar hérna geta verið andskoti vitlausir og óupplýstir? Nei það er eigi skrítið að manni blöskri. Ekki neitt skrítið. Það skrítan er öllum, hverjum einasta manni, skuli ekki blöskra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.3.2014 kl. 18:23

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar Bjarki - hættu að taka inn þessi ofursterku ofskynjunarlyf ! :Þau eru greinilega að gera þér verulega illt !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.3.2014 kl. 19:11

9 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll Páll, þakka þér færsluna, held þú hafir því miður alveg rétt fyrir þér.  Ég segi því miður því síst vil ég sjá stríð.
@Ómar Bjarki: Pútín er ábyggilega enginn engill en ég held að átökin í Úkraínu séu ekki til komin vegna áhrifa hans heldur þvert á móti, frá vesturveldunum.  Eins held ég að þótt það sé ekki alveg jafn augljóst hver stýrir og blæs í glæður atburðarásarinnar - þá held ég að þú sért hér á rangri hillu.  Að ESB sé frelsarinn þjóðanna er jafn mikil tálsýn og blekking og að Pútín sé holdgerfingur hins illa.

En það merkilega er að við erum líka að fá upplýsingar frá Úkraínufólki sem stangast á.  Getur það verið að það séu blekkingaröfl sem slá ryki í augun á þeim sjálfum?  Fjölmiðlarnir fengu hérna fengu ákúruru í rannsóknarskýrslu Alþingis fyrir að leita ekki að grafa upp neinn "sannleika" heldur að vera handbendi peningaaflanna og lesa upp fréttatilkynningarnar upplýsingafulltrúanna þeirra eins og það væru fréttir.

Ragnar Kristján Gestsson, 22.3.2014 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband