Landbúnaður, verslun og áróður

Verslunin, með Haga í broddi fylkingar, kaupir sér pláss í fjölmiðlum, aðalega 365-miðlum, fyrir tvíþættan áróður. Að íslenskur landbúnaður búi við meiri tollvernd en almennt tíðkast annars vegar og hins vegar að íslenskar kjötafurðir séu ekki þess verðugar að njóta verndar enda ekki hótinu betri en útlend.

Þessi tvíþætti áróður fær tvö kjaftshögg í dag. Í Bændablaðinu er greint frá skýrslu Inform þar sem kemur fram að íslenskur landbúnaður nýtur ekki meiri tollverndar en gengur og gerist. Ísland er ekki með tolla á fjölmargar landbúnaðarafurðir, og sker sig úr að því leyti, en tollar kjöt og mjólkurafurðir á líkan hátt og nágrannaþjóðir.

Í Fréttablaðinu er grein eftir Sigurborgu Daðadóttur yfirdýralækni. Yfirskriftin er: Hreinleikinn er staðreynd - ekki goðsögn. Sigurborg staðfestir að íslenskt kjúklingakjöt sé hreinna og hollara en sama kjöt í Evrópusambandsríkjum. Lykilefnisgrein er eftirfarandi

Hjá ESB gilda viðamiklar reglur um salmonellu, í Skandinavíu gilda enn strangari reglur og hér á landi eru reglurnar strangastar hvað varðar kjúklinga. Ísland fylgir sömu sýnatökuáætlunum og ESB-reglur segja til um, en mismunurinn liggur í viðbrögðum við niðurstöðum rannsóknanna. Yfir tvö þúsund tegundir eru þekktar af salmonellu, sumar hættulegri en aðrar. ESB-reglurnar fyrirskipa viðbrögð við a ðeins tveimur tegundum í kjúklingum (S. typimurium og S. enteritidis), en þær eru taldar valda um 70% salmonellusýkinga í fólki. Finnist þessar tegundir í ESB-sláturhúsi eða afurðastöð þá ber að leita skýringa, þrífa og sótthreinsa, en finnist þær í kjúklingum á markaði ber að innkalla (nýlega tekið gildi). Hér á landi er hins vegar brugðist við öllum tegundum salmonellu (ekki bara tveimur) og brugðist hart við á öllum stigum framleiðslunnar.

Hér höfum við það svart á hvítu að íslenski kjúklingurinn er heilnæmari en ESB-kjúklingurinn. Hagar og fleiri stórfyrirtæki á svið verslunar, sem berjast fyrir því að fella niður tollvernd fyrir kjúklinabú, eru í reynd að krefjast innflutnings á kjöti sem er óheilnæmara en það íslenska og veldur kostnaði, t.d. í heilbrigðiskerfinu, sem aðrir þurfa að bera. Innflutningur á útlendum kjúklingi er hvorki í þágu neytenda né þjóðhagslega hagkvæmur.

Verslunin er á villigötum í áróðri sínum gegn íslenskum landbúnaði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er algjörlega sammála með hreinleika íslenskra búvara og gott að sjá að verið er að snúa vörn í sókn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 11:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er óhætt að trúa því sem hún Sigurborg segir. Velti fyrir mér hvað þeim gengur til að rakka niður íslenskar afurðir,hafandi litla þekkingu á því sem þeir eru að innprenta neytendum.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2014 kl. 12:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af einhverjum ástæðum hefur Samfylkingarfólki alltaf verið meinilla við íslenskan landbúnað. Veit ekki af hverju. Þeir geta ef til vill útskýrt það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 12:46

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tengist e.t.v.þeirri ákveðni okkar NEI-sinna að við teljum víst að innganga í Esb muni rústa því sem bændur hafa svo myndarlega byggt upp. Svo það sem við köllum (og er) matvælaöryggi. Höfum svo oft skrifað um það á undanförnum árum. Það er m.a.eitt af stóru ástæðum þess að við viljum ekki að Samf.og Esb.séu gruflandi í okkar búum.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2014 kl. 00:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli það ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2014 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband