Hvaða hagsmuni ber Illugi fyrir brjósti?

Hvorki foreldrar né nemendur knýja á um styttingu náms til stúdentsprófs. Enda vita flestir foreldrar og allir nemendur að hægt er að ljúka náminu á þrem árum og jafnvel skemmri tíma, sé áhugi og námsgeta fyrir hendi.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra berst hvorki fyrir hagsmunum foreldra né nemenda í þráhyggjukenndum tilraunum að þvæla inn í kjarasamninga við kennara efnisatriðum sem lúta að styttingu náms.

Hvaða hagsmuni ber menntamálaráðherra fyrir brjósti? Hann sagðist fá hugmyndir sínar um styttingu náms til stúdentsprófs frá Samtökum atvinnulífsins. 

Síðan hvenær vita Samtök atvinnulífisins eitthvað um skólamál?


mbl.is „Þýddi að ég leiddist út í pönk og pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hraðbraut.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.3.2014 kl. 18:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, svo má segja að unglingar utan að landi sem eru í menntaskólum á landsbyggðinni, eiga að fá að vera í friði í sínu umhverfi allavega eitt ár í viðbót, áður en þeir fara í háskóla, það liggur nákvæmlega ekkert á. Og má spyrja, er svona mikið ofboð af atvinnutækifærum á landinu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2014 kl. 20:13

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvaða kjaftæði er þetta í þér Páll?

Af hverju á að vera að eyða lengri tíma í hluti en þarf?

Svaraðu því?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.3.2014 kl. 22:40

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hafa eitt heildar skólaskyldukerfi upp að 18 ára aldri sem lýkur með stúdentsprófi. Gallinn er að skólaskyldu líkur við 16 árin en sjálfræði fæst við18 árin. Gleymdist að samræma þetta þegar sjálfræðisaldurinn var færður til 18 ára aldurs.

Eggert Sigurbergsson, 20.3.2014 kl. 00:41

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það eru engar skýringar á því hvernig stytting framhaldsskólanámstíma mun bæta framhaldsskólakennurum upp þá skerðingu sem þeir hafa orðið fyrir umfram aðra kennara?

Það koma nýir nemendur eftir þrjú ár, og kennarar kenna þeim jafnt sem þeim ný-útskrifuðu. Hvernig hækkar það laun framhaldsskólakennara?

Hvers vegna má ekki útskýra þetta betur fyrir öllum sem málin varða? Þetta er nú varla neitt hernaðarleyndarmál?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2014 kl. 01:07

6 identicon

Ég er sammála Eggerti. Núverandi fyrirkomulag er arfleið mun eldri tíma og það er verulegur hagur af því að leggja það niður.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 09:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er ekki bara komin tími til að endurskoða skólamál frá Atil Ö, það hefur komið fram í umræðum að kennslan er of einhæf og þunglamaleg og ekki í takt við nútímann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 11:42

8 Smámynd: Alfreð K

Í allri umræðu um styttingu náms til stúdentsprófs sýnist manni eingöngu vera rætt um framhaldsskólana og hvernig færi best á því að klessa saman 4 ára oft mjög þéttriðnu námi þar (a.m.k. í sumum skólum) niður í 3 ára nám (!).

Þetta eru mjög gróf og, enn sem komið er, óútskýrð vinnubrögð, það er eins og að 10 ár í grunnskóla komi málinu bara ekkert við, þ.e. að *stytta nám til stúdentsprófs* eða hef ég misst af einhverju?

Alfreð K, 20.3.2014 kl. 12:09

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í AUsturríki og Þýskalandi þurfa nemendur að velja hvaða leið þeir vilja fara þegar þeir eru orðnir 10 ára, ég er ekki að mæla með slíku, en eitthvað má þarna á milli vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2014 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband