Miðvikudagur, 19. mars 2014
Húsgögn og blaðamennskan á Vísi
Bændasamtökin lánuðu Heimssýn húsgögn og því ættu þau að styrkja bónda í málaferlum. Á þessa leið er málflutningsblaðamennska á Fréttablaðinu Vísi.
Höfundur fréttarinnar, Jakob Bjarnar, hlýtur næst að bera niður á sveitarfélög sem t.d. styrkja íþróttastarf og krefjast þess að þau styrki einnig þá íbúa sem standa í málaferlum.
Á Fréttablaðinu Vísi helgar tilgangurinn meðalið. Allir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu eru sjálfkrafa skotmörk útgáfunnar.
Athugasemdir
Heimssýn hefur ekkert leyfi til að blóðmjólka bændur landsins til þess eins að heimssýnarmenn geti haft mjúkt undir bossanum á sér þegar þeir dæla frá sér própagandanu í Reykjavík. Ekkert leyfi til þess.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2014 kl. 15:50
Það má ýmislegt segja um þig, Ómar Bjarki, en ekki það að þú sért húmorslaus.
Páll Vilhjálmsson, 19.3.2014 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.