Miðvikudagur, 19. mars 2014
RÚV-einelti frá Bjarna Ben. yfir á Sigmund Davíð
RÚV gefur tóninn í vinstrieineltisumræðunni. Í rúman hálfan mánuð var Bjarni Benediktsson skotspónn RÚV sem klippti til viðtöl svo að formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra virtist einarður ESB-sinni.
RÚV snýr sér nú að Sigmundi Davíð og býr til frétt um að Sigmundur Davíð sé ekki nógu duglegur að sitja undir ræðum þingmanna stjórnarandstöðunnar.
Og það er eins við manninn mælt; álitsgjafar og spunaliðar vinstrimanna stökkva á skotleyfi RÚV og segja forsætisráðherra týndan. Þegar líður á daginn mun sorpveita vinstrimanna fylla umræðutorgin með sögum af þessum voðalega forsætisráðherra sem situr ekki og stendur eins og stjórnarandstaðan vill.
Athugasemdir
Fyrrverandi stjórnarherrar fengu oft þessa ádrepu,en báru þá við að þótt þeir væru ekki í þingsal,heyrðu þeir allt sem fram færi. Það ætti ekki að skaða þótt svörum yrði ekki svarað samstundis.
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2014 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.