Þriðjudagur, 18. mars 2014
Frosti leysir snjóhengjuna - fáum betri banka í kaupbæti
Snjóhengjan sem hamlar því að við getum aflétt gjaldeyrishöftum er krónueignir erlendra kröfuhafa föllnu íslensku bankanna. Kröfuhafarnir vilja þessar eignir greiddar út í gjaldeyri og þar stendur hnífurinn í kúnni. Ríkisstjórnin vill eðlilega ekki fórna þjóðargjaldeyri í þágu hrægammanna.
Meðal stærstu eigna erlendu kröfuhafanna á Íslandi eru Íslandsbanki og Arionbanki. Bankarnir, líkt og Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, eru með leyfi frá Seðlabanka Íslands að framleiða peninga í formi útlána og skila eigendum sínum fínum arði. Á meðan bankarnir mala erlendum eigendum sínum gull er lítill hvati að leysa þráteflið.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður og Icesave-bjargvættur, er óþreytandi að kynna hugmynd um betra peningahagkerfi, sem byggir á því að Seðlabankinn afturkalli leyfi bankanna að framleiða peninga með útlánum og almannavæði myntsláttuhagnaðinn - í stað þess að láta bankana njóta hans.
Með því að taka upp hugmyndir Frosta, sem eru alþjóðlegar og Englandsbanki blessaði nýlega, yrði sett raketta í rassgatið á erlendum kröfuhöfunum sem sæju fram á að sitja uppi með verðlausa banka og myndu ólmir vilja semja.
Peningahagkerfið, sem Frosti mælir fyrir, slær þrjár flugur í einu höggi; snjóhengjan leysist, við fáum betri banka og krónan, já íslenska krónan, verður heimsins stöðugasti gjaldmiðill.
Tækifærið er núna, Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð. Koma svo.
Aflandskrónum fækkað um 240 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frosti var ekki ICESAVE-bjargvættur. Hann vildi semja um ICESAVE.
Elle_, 18.3.2014 kl. 21:47
Enginn er betur að sér í öllu sem viðkemur Icesave Elle heldur en þú.Þess vegna staldraði ég við en mundi ekki þá atburðarás í smáatriðum,sem sneri að Frosta.. Ég er afar óánægð þegar þeir sem vinna að réttlætis-ofurmálum þjóðarinnar,eru talhlýðnir með afbrigðum,eða hreinlega gugna við áreiti. Ætla rétt að vona að þeir sem stýra skútunni núna sýni þann kjark sem prýðir hrausta manneskju.
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2014 kl. 22:22
Átti þetta ekki að vera, „Og, sjá, krónan, já íslenska krónan, verður heimsins stöðugasti gjaldmiðill!" ;0)
En án gríns það er allt í lagi að trúa á krónuna, en er ekki fremur ósennilegt að það sé innistæða fyrir þeirri staðhæfingu að hún verði „heimsins stöðugasti gjaldmiðill"?
Wilhelm Emilsson, 18.3.2014 kl. 22:23
En ég ætlaði ekkert að kollvarpa pistlinum, Páll, vildi bara að það kæmi fram. Frosti Sigurjónsson vildi semja um ICESAVE, eins og allir InDefence-menn, nema Ragnar. Samstaða gegn ICESAVE og Þjóðarheiður vildu ekki semja. Þarna er pistill Frosta: Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann.
Elle_, 18.3.2014 kl. 22:39
Wilhelm Emilsson - Ég held að þetta hafi nú verið svo lítið til að gera grín af "krónuféndum" að segja að krónan gæti þá, "orðið heimsins stöðugasti gjaldmiðill"
En annars er það merkilegt að í nýlegri skýrslu sem ESB lét sjálft gera um Ísland og hvernig það hefði náð að rísa hraðar og betur efnahagslega en mörg önnur EVRU ríki sem lentu illa í kreppunni þá kemur þar fram að það hafi einmitt verið fyrir sjálfsstæðan þjóðar gjaldmiðil sem þjóðin náði sér hraðar og betur á strik en sum EVRU löndin, sem bundinn voru á klafa Evrunnar.
Merkilegt þegar sérfræðingar ESB komast að þessari niðurstöðu um ágæti krónunnar sem sjálfsstæðs þjóðargjaldmiðils.
Gunnlaugur I., 18.3.2014 kl. 22:44
Óttaleg smámunasemi er í þér Wilhelm,mætti halda að þú sért í samkeppni við krónuna,sem þú ert líklega fyrir hönd Esb sinna. Já án gríns ,sama er mér hvað þér finnst í lagi,en til fróðleiks,þá er til orðatiltæki, sem við íslendingar notum,,,Heimsins besti,stöðugasti pabbi,,,hjá þeim sem eru hreiknir og elska viðkomandi.Þetta getur allt eins átt við dýrgripi eins og gömlu góðu krónuna,sem gagnar okkur svo vel um þessar mundir.
Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2014 kl. 22:51
Helga, já, það var of diplómatískt og slappt að vilja semja um þessa kúgun.
Elle_, 18.3.2014 kl. 23:00
Sæll, Gunnlaugur.
Takk fyrir athugasemdina. Krónan hefur kosti og galla. Það er engin spurning-og einn af kostunum er sá sem þú bendir á.
Ég held að Páll gantist ekki með krónuna. En ef þetta var grín hjá honum, þá segir hann okkur það kannski.
Wilhelm Emilsson, 18.3.2014 kl. 23:05
Ég sé ekki að þeir komi nokkru í verk og er alveg að missa trú á þessu liði nú eftir að þeir eru búnir eina ferðina enn að lýsa sig meðlimi í "hópi hinna viljugu." í uppdiktuðum stríðsátökum við rússa. etta er réttlætt með því að við séum að fylgja einhverjum skuldbindingum í viðskiptabandalagi EES.
Þessir gæjar eru snargalnir. Síðan hvenær fylgir það bandalagi um tolla og viðskipti að láta draga sig inn í stríðsátök? Og það með Evrópubandalaginu, sem í raun hóf þá ögrun sem hefur leitt til þessara hamfara.
Ef þeir gera þetta, þá sný ég baki við þeim.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2014 kl. 01:04
Þeir eiga nákvæmlega ekkert með að draga okkur inn í stríð eða þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Úkraínu.
Elle_, 19.3.2014 kl. 01:11
Helga.
Takk fyrir athugasemdina. Manstu eftir flotkrónunni? Það var nokkuð sem ég get aldrei gleymt. Og svo hrundi krónan all hressilega í bankahruninu. Þú ert varla búin að gleyma því.
Þótt ég sé ekki reiðubúinn að viðurkenna að krónan sé, og verði að öllum líkindum aldrei, "heimsins stöðugasti gjaldmiðill" þýðir það ekki að ég sé óvinur krónunnar og ESB-sinni.
"Vinur er sá er til vamms segir" er gamalt og gott máltæki.
Wilhelm Emilsson, 19.3.2014 kl. 02:23
Eg held þessi ragettuteoría sé óskynsamleg. Ekki virðist hún virka vel á andsinna.
Að öðru leiti vita allir sem eitthvað vita, að stórvarasamt er að leysa snjóhengjur si sona. Hafa menn aldrei heyrt talað um snjóflóð þeir þarna andsinnaprópagandamennirnir í Reykjavík sem lifa í vellystingum og sitja í dúnmjúkum sessum á kostnað bænda?
Það má alls ekki leysa snjóhengjur. Alls ekki. ætla andsinnar og frosti ásamt framsóknarmönnum að leggja landið í rúst.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.3.2014 kl. 11:33
Elle, þú segir að ég hafi viljað samþykkja Icesave samninginn. Það er nú alveg alrangt og ég verð að leiðrétta þetta. Ég barðist einmitt gegn Icesave, stofnaði Advice hópinn sem kynnti rökin gegn Icesave III og vann sleitulaust í þeirri baráttu. Meira um Advice hópinn hér http://www.advice.is Kveðja Frosti
Frosti Sigurjónsson, 19.3.2014 kl. 11:39
Nei, ég sagði að þú hafir viljað semja. Og það er ekki rangt. Pistillinn þinn segir það svart á hvítu og ég man alltaf eftir honum. Það átti ekkert að semja um þessa kúgun. Það kemur hvergi fram frá mér að þú hafir viljað samþykkja ICESAVE-samninginn eins og hann var. Það kemur ekki heldur fram að InDefence hafi viljað það, en þeir vildu semja, nema Ragnar.
Elle_, 19.3.2014 kl. 12:48
Hvað eru þið að eyða púðri í að svara fyrir Pál? Hann hlýtur að geta svarað sínum niðurrifspistlum sjálfur.
Persónulega er ég alveg búinn að fá upp í kok af þessum undirmálsskrifum hans.
Sindri Karl Sigurðsson, 19.3.2014 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.