Kennarar, unglingar og skilningsvana ráđherra

Unglingar, sem ćttu ađ vera í skóla í dag, sitja vitanlega heima og lćra upp á eigin spýtur enda vita allir komnir til vits og ára ađ allt nám er sjálfsnám. Nei, glćtan, unglingar, nema í undantekningatilfellum, gera ţađ sem ţeim finnst skemmtilegast; hittast og spjalla, fara í tölvuleiki, sofa út og annađ unglingalegt.

Svo eru ađrir unglingar sem eru í vinnu međ skóla og nota verkfalliđ til ađ bćta viđ sig launavinnu og auka ţénustuna.

Öllum íslenskum unglingum stendur til bođa ađ ljúka stúdentsprófi á ţremur árum enda bjóđa allir áfangaskólar upp á ţá leiđ og sumir bekkjaskólar einnig. Ţorri íslenskra unglinga velur á hinn bóginn ađ nota fleiri ár til ađ ljúka stúdentsprófi. Ţá eru ótaldir ţeir sem geta ekki stađiđ undir námskröfum um fjögurra ára nám til stúdents og nota fimm eđa sex ár.

Menntamálaráđherra lítur ekki á unglinga eins og lifandi mannverur heldur tölfrćđi. Samkvćmt tölum sem Illugi Gunnarsson fékk frá Samtökum atvinnulífsins, ţeirri miklu miđstöđ ţekkingar á skólastarfi, nota íslenskir unglingar 14 ár til ađ taka stúdentspróf, sem er árinu lengra en hjá nágrannaţjóđum.

Illugi vill takmarka val unglinga til ađ ráđa námshrađa sínum og í leiđinni mun hann ţrengja ađ möguleikum unglinga til ađ kynnast atvinnulífinu í gegnum launavinnu. 

Kennarar bera ekki ábyrgđ á lífstíl unglinga (og ţađ gerir ráđherra raunar ekki heldur). Engu ađ síđur ćtlar menntamálaráđherra ađ stytta ţann tíma sem unglingar nota til ađ ná stúdentsprófi í gegnum kjarasamninga viđ kennara.

Verum viđbúin löngu verkfalli.


mbl.is „Geri hreint fyrir sínum dyrum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Margir framhaldsskólanema vinna međ náminu, sérlega ţeir sem geta ekki byggt á bakhjarl fjársterks heimilis. Ađ trođa alla nema í sama ţrönga kerfiđ ađ ţurfa ađ klára námiđ á 3 árum er ekki ţađ sem viđ köllum ađ menn geta stundađ nám viđ sitt hćfi.

Úrsúla Jünemann, 18.3.2014 kl. 17:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband