ESB-sinni óttast að vera talinn trúverðugur

Rök ESB-sinna ganga flestöll út á að Ísland sé ónýtt; sérhagsmunaklíkur ráði hér öllu, stjórnkerfið sé lamað, krónan ónýt og efnahagskerfið sömuleiðis. 

Einn aðaltalsmaður ESB-sinna, Benedikt Jóhannesson, steig fram á aðalfundi Nýherja og sagðist óttast að unga fólkið væri að missa tiltrúna á Íslandi.

Benedikt, sem ólmur vildi að óbornar kynslóðir Íslendinga tækju á sig Icesave-skuldir einkabanka, er sem sagt logandi hræddur um að vera talinn trúverðugur og að ungt fólk taki mark á níði ESB-sinna um Ísland og hrakspám um hörmungar handan við hornið.

Á Íslandi fá allir vinnu sem vilja og hagvöxtur er hér á meðan Evrópusambandið býr við fjöldaatvinnuleysi og engan hagvöxt. Á Íslandi eignast fólk fleiri börn að meðaltali en á meginlandi Evrópu; þar sem ungt fólk kýs að eiga afkvæmi sín, þar er gott að búa.

Engin hætta, Benedikt, fólk tekur ekki mark á þér og þínum líkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já tvískinnungur einkennir allan málatilbúnað ESB sinna, enda vondur málstaður að verja, að rakka niður land og þjóð hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 11:08

2 Smámynd: Baldur Sigurðsson

Páll Vilhjálmsson. Í Austur-Evrópu á dögum kommúnista kenndu menn kommúnstastjórninni um það ef þeir komu að lokaðri krá. Allar krár höfðu einn frídag í viku og stundum var maður óheppinn ef næsti var lokaður.  Þú tengir barneignir við aðild að Evrópusambandinu.  Er ekki í lagi með þig??

Baldur Sigurðsson, 22.3.2014 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband