Bjarni Ben. er ekki sigurvegari

Ríkisstjórnin er með gjörunna stöðu í ESB-málinu. Nokkrir tugir mótmæla á Austurvelli, RÚV getur ekki lengur kokkað upp fréttir, stjórnarandstaðan gafst upp í nótt og ESB hótar Íslendingum. Borðið er dekkað fyrir sigur stjórnarflokkanna í stórpólitískum prinsippmáli.

Hvað gerir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins? Jú, hann gefur eftir og hvetur andstæðinga ríkisstjórnarinnar þar með til dáða. Þessi sami Bjarni Ben. sem sagði að það væri ómögulegt að halda núverandi ESB-ferli áfram fyrir nokkrum dögum gefur undir fótinn með að ómöguleikinn sé þrátt fyrir allt mögulegur. Áður hét það að breyta þyrfti stjórnarskrá til að ESB-þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram en núna virðist það ekki lengur tiltökumál bjóða frekjufólkinu upp á að fá atkvæðagreiðslu.

Hvað er að Bjarna Ben.? Ætlar hann að sérhæfa sig í að glutra niður unninni stöðu?

Bjarni Ben. er ekki sigurvegari. Við búum á hinn bóginn svo vel að eiga forsætisráðherra sem er sigurvegari. 


mbl.is „Ákallið hærra en ég átti von á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seint held ég að verði sagt um Bjarna Ben að hann sé slyngur stjórnmálamaður, slær úr og í.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 15:54

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gjörunna stöðu já...  þessi pistlahöfundur er jafn blindur á stöðuna eins og stjórnarherrrarnir.

Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í 23% í Reykjavík og nú hafa 50.000 undirritað áskorun um þjóðaratkvæði og 75% vilja hana...samkvæmt könnunum.   

Páll minn...þú ert ekkert sérstaklega trúverðugur penni eða með góð pólitísk gleraugu. 

Jón Ingi Cæsarsson, 14.3.2014 kl. 15:56

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Áhugaverð lesning, Páll. Mig grunaði að þú myndir ekki vera mjög ánægður með síðasta útspil Bjarna. Ég held reyndar að Bjarni sé að reyna að vera sigurvegari, eða að minnsta kosti að reyna að vera ekki tapari, því hann sér hvað það er óvinsælt að neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu.

Er Sigmundur Davíð sigurvegari? Samkvæmt nýjustu mælingu MMR dróst traust til Sigmundar Davíðs saman frá síðustu mælingu, sem var gerð í júni 2013. Þá sögðust 48.8% bera mikið traust til Sigmundar Davíðs. Nú bera einungis 23,2% mikið traust til hans. Þetta er minni stuðningur en Richard Nixon naut þegar hann var óvinsælastur, en þá töldu 24% Bandaríkjamanna að hann stæði sig enn vel í starfi. Stuttu síðar sá jafnvel Nixon að staðan var töpuð.

Wilhelm Emilsson, 14.3.2014 kl. 16:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Syndu nú sanngirni Páll, Bjarni talaði um að fyrst mönnum væri svona mikið niðrifyrir að kjósa um málið, þá yrði ekki kosið um að þessi ríkistjórn héldi áfram viðræðum heldur eingöngu um það hvort þetta á að liggja í pækli áfram. Annað meikar raunverulega engan sens. Þrýstihópar stjórnarandstöðunnar, vilhallir fjölmiðlar hennar, lýðskrumarar og hópar kostaðir af ESB, senda þessa stjórn ekki nauðuga viljuga í samningaviðræður gegn stefnu hennar og loforðum sem hún var kjörin útá.

Ef menn vilja henda 200 milljónum í að staðfesta status Quo í málinu, þá verði þeim að því.

Sú krafa á rætur sínar í að stöðva alla umræðu um stöðu þessa feigðarflans og forða því að fólk fái að vita allt um staðreyndir málsins.

Ég legg þó til að áður en farið verður í þennan óþarfa fjáraustur sem hefur þjóðaratkæði að háði og gengisfellir þennan rétt til frambúðar, þá krefjum við ESB um innihald rýnsiskýrslu um sjávarútveginn, sem þeir halda enn þétt að brjósti sér.

Við eigum rétt á að vita það auk þess sem við höfum rétt á að fá að vita hver þessi óaðgengilegu skilyrði voru sem þeir settú fyrir opnun kaflans, sem sigldu viðræðunum í strand.

Það vil ég fá beint frá Barrosso ef hann hefur tima vegna stríðsæsinga og landvinninga í austri.

Þegar þetta er komið á hreint, þá skulum við kjósa um status quo eða afturköllun.

Annað er skrípaleikur sem myndi gera okkur að atlægi um allan heim.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 18:02

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er engin þörf hér á neinni þýðingalausri, kvartmilljarðs þjóðaratkvæðagreiðslu sem getur ekki sagt ráðamönnum okkar fyrir um eitt né neitt, en þannig væri um þá atkvæðagreiðslu sem ESB-þjónandi stjórnarandstaðan og ESB-meðvirku fjölmiðlarnir hafa verið að krefjast síðustu vikurnar.

Loftið er líka úr þeim farið, eins og Páll bendir á. Og kennitölusöfnun þeirra ESB-sinnanna -- knúin áfram af rándýrum auglýsingum (hver borgar?!) er ÓMARKTÆK, það getur hver sem er slegið inn kennitölu hvers sem er, nema sá síðarnefndi sé þegar inni á listanum. Og þessi kennitölusöfnun nær ekki ennþá nema um helmingi af þeim fjölda, sem var atkvæðahutur stjórnarflokkanna í vor (96.627 atkv. -- Samf. og VG fengu ekki nema 44.880 samanlagt).

Tek hjartanlega undir með þér, Páll, í þessari grein.

En Jón Steinar, þótt þú sért ötull baráttumaður, var engin hjálp í þessari tillögu þinni, hún flækir bara einfalt mál. Eina atkvæðagreiðslan, sem fram þarf að fara, er á Alþingi og um það að hætta við Össurarumsóknina með öllu, setja hana gjarnan með táknrænum hætti í pappírstætara Alþingis.

Bjarni Benediktsson virðist ýmist 1) hinn algeri auli í málinu, 2) laumu-ESB-sinni eða 3) dauðhræddur við einhvers konar hótanir.

Við þurfum hugrakka menn, trausta og ákveðna, engar gungur.

Jón Valur Jensson, 14.3.2014 kl. 18:51

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nafni minn. Ég er ekki að hvetja til einhverrar atkvæðagreiðslu en mælast til þess að ef farið verður út í aðra eins vitleysu, þá sé það af gefnum forsendum um að fólk sé upplýst um stöðu mála á afgerandi hátt. Það er nefnilega nokkuð sem ESB sinnar vilja forðast.

Þannig mætti nota tækifærið til að upplýsa þetta og væntanlega í ljósi upplýsinganna fá þá niðurstöðu að þessu verði hætt.

Það sem drífur þessa móðursýki alla er fáfræði um stöðu mála.

Ég reyni nú að setja þetta eins skýrt fram og mér er unnt og vona að þú skiljir hvað ég er að fara.

Ég er sammála Bjarna í því að ef akefðin er svona mikil um þjóðaratkvæði, þá snúist þau um frumvarpið eitt og sér og ekkert annað. Þ.e. Hvort draga á umsóknina til baka eða láta hana liggja. Ég hinsvegar hnykki á að það sé skilyrt því að allar upplýsingar um þau atriði sem ég nefni verði settar fram skýrt og afgerandi. Fólk á rétt á að vita um hvað það er að kjósa ef út í þessa vitleysu verður farið til að fá vinnufrið.

Ég óttast ekki niðurstöðuna ef slík málefnaleg nálgun verður. Hún verður þá í versta falli sú að þetta verður áfram í salti.

Þegar tekið verður við að véla um þetta að nýju, þá er ljost að viðræðurnar eru óyfirstíganlega stopp. Það verður ekki lengra komist og ESB mun ekki gefa eftir tommu, nema hugsanlega bjóða einhvern gálgafrest.

Ef menn ætla sér svo að fremja þau svik að selja fullveldið til ESB í öllu því sem gerir okkur að fullvalda og sjálfstæðri þjóð, þá er enn eftir að kjósa um "samninginn". Ég kvíði þeirrar niðurstöðu ekki heldur.

Það sem ég er í aðra röndina að benda hér á er hversu súrrealísk krafa og spuni þetta þjóðaratkvæðamal er nú.

Ég vil að sjálfsögðu að þetta verði dregið til baka hér og nú, en áður en svo verður, þá er það ekkert annað en ábyrgt að ganga svo frá málum að allir skilji af hverju það er eina vitið.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 19:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er á því að menn hafi hraðað sér einum of í þessu máli og gefið lýðskrumurum og spunadoktorum færi á sér.

En nú fer frumvarpið til utanríkisnefndar og þar verður væntanlega ekki sama leikritið i gangi og sett var á svið í sölum alþingis, þar sem taparar íslenskra stjórnvalda með öll sín svik og undirferli reyndu að nyta sér málið til að slá pólitískar keilur í von um að bjarga deyjandi flokkum, rúnu, öllu trausti.

Útanríkisráðuneytið hlýtur að æeggjast í þá vinnu að fá þessa leyndardómsfullu rýniskýrslu og fá það fram svart á hvítu hver þessi óyfirstíganlegu skilyrði voru, sem sett voru fram um opnun kaflans um sjávarútveg.

Ef það er ekki gert, þá er fátt um argument í málinu í raun. Ef það er gert, þá kemur loks í ljos hver er ómerkingurinn hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 19:33

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo annars sjálfsagt að gerð verði útekt á þessari undirskriftasöfnun sem ESB kostaði hér í gegnum Já Ísland. Mér finnst hún vafasöm á margan hátt fyrir utan að vera inngrip erlends ríkis og afskipti af innanríkismálum.

Samtökin hafa tjáð okkur það að þau séú með þjóðskrána í gagnagrunni þessarar söfnunnar, sem opnar á ansi víðtæka misnotkun. Einnig þarf að vinsa út þá sem ekki hafa kjörgengi, kanna hve margar IP tölur eru að baki og hvort fjöldaskráning hafi átt sér stað. Taka þarf stikkprufur og hringja i svona 2-4000 manns, sem þarna eru inni til að staðfesta skráningu.

Ég veit að þessi söfnun er gersamlega ómerk í öllu samhengi og út í hött, en ég vil komast að því hvort þessi samtök hafa hreint mjöl í pokanum, sem ég efast um í ljosi ósanninda og spuna undanfarin ár.

Það er kærkomið tækifæri upp á framtíðina að kanna slíkan áræðanleika, ef slík upphlaum eiga að ráðskast með stjórnvaldið í landinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 19:46

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Minnir á þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=CXl1GkWWGmA

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2014 kl. 19:50

10 Smámynd: rhansen

Maður dáist að þessum ESB sinnum sem ennþá reyna  !!................að öðru leyti algjörlega sammála Páli   ,og Jóni Steinari  ....

rhansen, 14.3.2014 kl. 20:26

11 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nokkrir tugir? Þetta er ástæðan fyrir því að það tekur enginn mark á þér.

Jón Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 21:55

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tek ekki mark á þessari, ,,já söfnun,,,varð illa blekkt/hrekkt á henni,auk þess voru í byrjun 2 listar í gangi sem aðstendur viðurkenndu að sumir hefðu e.t.v.skráð sig á þá báða. Einkennilegt að menn sem ættu að vera þeirrar gerðar að mega ekki vamm sitt vita,skuli leiðast út í þessa heimsku sem krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu er.Ég hef tekið út vonbrigðin og eilitla sorg yfir þeim sem snúast gegn þjóð sinni,þegar henni er ógnað. Líklega liður í byggingu stórveldisins bráðum herveldis ESb. Ætlum við förum ekki að leita að nýjum góðvinum,eins og benda í vestur,benda á þann sem að þér þykir bestur. Góðar kveðjur samherjar.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2014 kl. 22:38

13 Smámynd: Elle_

Gefur hann alltaf á endanum undir fótinn?  Getur maðurinn ekki staðið fast í lappirnar?

Elle_, 15.3.2014 kl. 00:20

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Jón Ragnarsson (kl. 21:55), 15 manns eru farnir að mæta í "mótmælin", t.d. við stjórnarráðið, en ekki vantar að Fréttastofa Rúv fylgist með því i bak og fyrir. Hún gerði ekki eins við mótmælendur gegn glapræðisverki Össurargengisins 2009, hvað þá að hún vekti athygli á stjórnarskrárbroti Össurar í meðförum sinnar landssvikaumsóknar ---> fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618/

Og takið eftir þessu: Sumarið 2009 mældi Capacent 76,4% fylgi við það að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um Össurarumsóknina. Samt hömuðust vinstristjórnar-þingmenn gegn slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu, felldu tillögur um hana tvisvar í þinginu. Nú vilja þeir hins vegar ekki leyfa stærri þingmeirihluta að ráða í málinu, vilja sjálfir ráða ferðinni, láta ESB-sinnaða fjölmiðla búa til hentugt fjölmiðlafár til að villa landsmenn í ríminu og heimta svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna í krafti þess, að 72% þjóðarinnar (skv. hinu sama Capacent -- Fréttablaðstalan 82% er röng) vilji þær, eftir stanzlausa áróðursherferð hinna rammhlutdrægu, svikulu fjölmiðla síðustu vikurnar!

Jón Valur Jensson, 15.3.2014 kl. 04:27

15 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Það er ekkert mál að skella inn þjóðaratkvæða-greiðslu um þetta meðfram sveitarstjórnar, það ætti ekki að kosta mikið. Í versta falli má fresta málinu. Vil þó að það verði kosið á þann hátt um þetta að öll atkvæði telji jafnt (sem er ekki tilfellið í alþingiskosningum) 

Óþarfi hjá Bjarna að fara sömu leið og fyrrverandi ríkisstjórn að hundsa beiðnir um slíkt, það skilar sér bara í fylgistapi. Vona og er nokkuð viss um að Bjarni sé klókari en þetta. Skil ekki að menn hafi ekki sett strax í stjórnarsáttmálann að slíta viðræðum úr því það var planið á annað borð

Gunnar Sigfússon, 15.3.2014 kl. 12:32

16 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

GUnnar Sigfússon, ég persónulega skil ekki hvað vandamálið er, það skiptir engu máli þó að þessu aðildarumsókn sé afturkölluð formlega, ég lít frekar á það þannig að það skemmi orðstýr okkar Íslendinga að vera með umsókn að sambandinu á ís til lengri tíma vitandi það að meirihluti Íslendinga vill ekki fara þarna inn. t.d. þegar kemur að milliríkja samningum þá tel ég að það sé ekki gott fyrir samningastöðuna að vera með á bakinu umsókn að sambandsríki sem myndi á fyrsta degi fella þann samning úr gildi (ekki gott fyrir okkar samningsstöðu úti í heimi).

Að mínu mati á að afturkalla umsóknina, og það á ekki að hugsa um ESB umsókn aftur fyrr en meirihluti íslendinga vill inn í ESB, þá má sækja um aftur.

Þetta bjölluat er búið að kosta okkur nógu mikið nú þegar, það er engin ástæða til að eyða krónu meira í þetta.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.3.2014 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband