Föstudagur, 14. mars 2014
ESB hótar; Árni Páll og Össur taka undir
Evrópusambandið stundar skipulegar ofveiðar á fiskistofnum og ætlar í samvinnu við Norðmenn og Færeyinga að stunda rányrkju á makríl til að hindra að Íslendingar fái sanngjarnan hlut í þessum flökkustofni.
Evrópusambandið klæðir rányrkju sína í dulargervi og ætlar í skjóli hótana að kynna makríldeiluna á alþjóðavettvangi sem yfirgang Íslendinga. Aðstoðarmaður forsætisráðherra gefur ágætt yfirlit yfir stöðu makríldeilunnar.
Íslendingar voru búnir að ná samkomulagi við Evrópusambandið, byggt á ábyrgum veiðum úr makrílstofninum, þegar mennirnir frá Brussel sáu sér leik á borði að útiloka Íslendinga frá samningum um flökkustofna á Norður-Atlantshafi.
Það er sérkennilegt innrætið í þeim íslenskum stjórnmálamönnum sem taka undir hótanir Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.
Krafist refsiaðgerða gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru það ekki Steingrímur J. og Össur (ásamt co-urum ESB), sem hrópa hæðst núna, um að Noregur hafi ekki verið nógu leiðitamt ríki inn í þetta ESB, eins og Ísland?
Það sýnist mér núna.
En enginn hefur alltaf rétt fyrir sér.
Þess vegna þarf almenningur að kynna sér málin á erlendum netmiðlum sjálft, án þess að láta stjórnast af heimsvelda-stýrðum áróðri.
Frelsi einstaklinga/ríkja fylgir samfélags-réttlætis-ábyrgð. Óréttlæti er óábyrgt, hvernig sem á það er litið!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2014 kl. 15:01
Bara svona að benda fólki á að ESB stundar ekki skipulagða ofveiði þó vissulega séu sumar veiðar ekki sjálfbærar. ESB var búði að ná samkomulagi við Ísland og Færeyjar um kvóta fyrir þetta ár og hlutdeild en það voru Norðmenn sem vildu ekki semja um það. Þetta voru ekki tvíhliðaviðræður heldur milli fjögra og í raun fimm aðila og ESB var að semja um kvóta fyrir Breta, Íra, SKota og væntanlega fleiri þjóðir þar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2014 kl. 15:33
Magnús Helgi. Ég hef aldrei skilið hvernig auðæfum hafsins (og öðrum auðæfum), hefur verið, og er enn, úthlutað. Það er að sjálfsögðu mitt vandamál, að skilja ekki þetta heimsveldis-miðstýringarkerfi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2014 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.