Steingrímur J. trúir á ESB-jólasveina

Steingrímur J. Sigfússon tekur skringilega til orða í umræðum um Evrópusambandið. Í þingumræðum, sem Evrópuvaktin greinir frá, segir fyrrum formaður VG

Mitt mat var það að á árinu 2012, a.m.k. langt fram eftir því ári, voru engin þau tímamót uppi sem kölluðu á að endurskoða viðræðurnar, hvað þá slíta þeim. Það var m.a. þannig að allt það ár fram á haust bundu menn vonir við að sjávarútvegskaflinn opnaðist (leturbr. pv). Eitt af mínum fyrstu verkum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í janúar 2012 var einmitt að fara til Brussel og leggja ekki síst áherslu á það að Evrópusambandið drifi sig í að leggja fram rýniskýrslu sína þannig að við gætum farið í að ræða sjávarútvegsmálin eða sjá a.m.k. á spil Evrópusambandsins í því.

Steingrímur J. talar eins og kaflar í viðræðum við ESB opnist af sjálfsdáðun, sbr. leturbreyttu orðin hér að ofan. Viðræður við ESB ganga ekki þannig fyrir sig. Kaflar eru ekki teknir til umræðu fyrr en ljóst er að pólitískur vilji sé til að komast að niðurstöðu.

Samningamenn ESB vissu að Íslendingar voru ekki tilbúnir að undirgangast sameiginlega fiskveiðistefnu ESB og Íslendingar vissu að Evrópusambandið myndi ekki breyta Lissabonsáttmálanum, þar sem fiskveiðistefnan er meitluð í stein, og því var viðræðum sjálfhætt.

Steingrímur J. gengur í pólitískan barndóm þegar hann ímyndar sér að ESB-jólasveinar eigi í pokanum undanþágugóðgæti handa einfeldningum frá Fróni. 


mbl.is Fundað til hálffjögur í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hlýtur að fá Oscarinn og Nobelinn og gott ef ekki Ópelinn fyrir útúrsnúninga og ósamkvæmni.

Hann harðneitar því að einhver tilefni hafi verið til að endurskoða neitt á sama tíma og hann greinir frá Bjarmalandsför sinni til Brussel þar sem ESB neitaði honum um rýniskýrsluna og hafnaði nokkurri eftirgjöf á fyrirframskilyrðum um opnun kaflans, sem voru algerlega óásættanleg og þvert á smaþykkt samningsmarkmið okkar.

Maður stendur andaktugur yfir blygðunarleysinu. Hann viðurkennir í sömu að allt sé siglt í strand og hafnar því sömuleiðis í sömu málsgrein. Þetta er ekkert minna en stórbrotið. Heimsmet innanhúss sem utan, með og án atrennu í lýðskrumi og afneitun.

Steingrimur heyrir reyndar ekkert sem hann vil ekki heyra, en hefur unun af því að hlusta á sjálfan sig þvaðra. Hann er enda kúltiveraður í flokki hryggleysingja, sem aldrei andmæla neinu sem frá honum kemur, enda eru þeir sem það gera svældir úr flokknum og gerðir æru og embættislausir ef þeir voga sér annað.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2014 kl. 10:28

2 Smámynd: Elle_

Maður stendur andaktugur yfir blygðunarleysinu.  Þessi eina setning lýsir Steingrími hinum mikla nægilega.  Það er nákvæmlega ekkert að marka neitt sem læðist út úr blygðunarlausum manninum.  Þar er allt á hvolfi og öfugt við það sem þaðan kemur út og rannsóknarverkefni út af fyrir sig.

Elle_, 15.3.2014 kl. 00:38

3 Smámynd: Elle_

Get ég spurt þó: Hvaða andsk. vald hefur maðurinn sem stendur alltaf á haus, yfir flokksmönnum VG?  Hvaða heimild hafði hann (og Captain Jóhanna) til að kasta alþingismönnum og ráðherrum úr alþingi og úr stjórn bara af því bara og af því þeir hlýddu ekki höfðunum?  Væri ekki nær að fara að taka á þessu?

Elle_, 15.3.2014 kl. 00:49

4 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Svona nokkrar spurningar:

1) Hver eru (voru?) samningsmarkmið okkar í sjávarútvegskaflanum?

2) Hvað felur sjávarútvegsstefna ESB í sér og hvernig er hún útfærð fyrir ýmis aðildarríki? Hvað er í þeirri stefnu sem ekki passar við okkar sjávarútveg?

Þegar ég spyr aðila í samninganefndinni skilst mér að þetta sé ekki alveg á hreinu... 

Gunnar Sigfússon, 15.3.2014 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband