Þriðjudagur, 11. mars 2014
Slúðurvél Samfylkingar sett til verka: Egill og Gössur
Til að bæta upp tapaða stöðu á alþingi og meðal þjóðarinnar er slúðurvél Samfylkingar sett í yfirgír. Egill Helgason breiðir út slúður um að Davíð Oddsson stjórni Framsóknarflokknum. Gísli Baldvinsson, sem líka svarar nafninu Gössur vegna tengsla við fyrrum utanríkisráðherra, ber á borð sögu um ráðherra skipti.
Tilgangur slúðursins er að skapa taugaveiklun innan herbúða stjórnarflokkanna. Slúðrið um vinskap Davíðs og Sigmundar Davíðs er ætlað að reka fleyg á milli formanna stjórnarflokkanna. Sögusögnin um breytingar á ráðherraskipan á að ala á tortryggni bæði innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra.
Núna þegar slúðurvélin er ræst má búast við að minnsta frávik stjórnarþingmanna og ráðherra verði notað til að fóðra sögur um óeiningu innan stjórnarliðsins. Sögur verða framleiddar eftir þörfum og komið á framfæri við álitsgjafa, bloggara og auðvitað RÚV og 365-miðla.
Markmiðið með slúðrinu er að gera ríkisstjórnina óhæfa að koma stefnumálum sínum í framkvæmd og ber þar hæst að stöðva afturköllun ESB-umsóknar Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili.
Þingfundi slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Egill er iðinn við kolann.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2014 kl. 10:26
Ef nýr útvarpsstjóri ryður ekki grenið þá gerðu stjórnvöld best í því að slökkva á gufunni fyrir fullt og allt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 12:22
Já en Páll...þetta er rétt.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.3.2014 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.