Mánudagur, 10. mars 2014
Gyðingahermenn í þjónustu Hitlers
Gyðingahermenn börðust við hlið Þjóðverja gegn sovéska hernum í seinni heimsstyrjöld á sama tíma og trúbræður þeirra og systur var skipulega útrýmt af Þjóðverjum. Þrír úr hersveitum gyðinganna fengu til að mynda járnkrossinn, æðsta heiðursmerki þýska hersins.
Gyðingarnir, sem um ræðir, eru finnskir. Finnland var í bandalagi með Þýskalandi í seinni heimsstyrjöld en sameiginlegur óvinur þeirra var Sovétríkin. Í umfjöllun Telegraph er sagt frá þessu bandalag finnskra gyðinga, sem raunar litu fyrst og fremst á sig sem Finna, og Þjóðverja.
Þjóðverjarnir létu sér vel líka að berjast með finnsku gyðingunum og sýndu foringjum þeirra tilhlýðilega virðingu. Sögunni um finnsku gyðingana í bandalagi með Hitlers-Þýskalandi er ekki flíkað af skiljanlegum ástæðum; hún gengur þvert á frásögnina um helförina þar sem Þjóðverjar myrtu með köldu blóði sex milljónir gyðinga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.