Föstudagur, 7. mars 2014
Krónan eignast vin í Samtökum iðnaðarins
Það er orðið opinbert; SI eru ekki lengur Samtök imba sem trúa því að krónan sé orsök efnahagsvanda Íslendinga. Nýr formaður hleypir ljósi skynseminnar á forstokkaðan málflutning forvera síns og segir hagstjórnina vera málið.
Þegar SI stóð undir uppnefninu Samtök imba keyrðu samtökin auglýsingaherferð sem hét ,,Veljum íslenskt" en stóðu samtímis fyrir áróðursstríði til að Ísland yrði innlimað í Evrópusambandið. Kannski bráir af samtökunum og þau láti af hitasóttarkenndum áróðri fyrir framsali fullveldis og hagsældar til Brussel-skrifræðisins.
Árviss viðburður Iðnþings var að opinbera skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu. Raunar var einnig birt könnun um afstöðu félagsmanna SI en því var hætt í miðri imbavæðingu samtakanna; félagsmenn vildu ekki inn í ESB en forystan þráaðist við. Skoðanakönnun Samtaka iðnaðarins var viðmið sem fylgst var með. Nú bregður svo við að engin könnun birtist. Eru Samtök iðnaðarins að fela eitthvað?
Hagstjórnin stærra vandamál en krónan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.