Fimmtudagur, 6. mars 2014
M&M í boði RÚV
Frá því um helgina, þegar 30 þúsund manns mættu til bænda í Höpu og um 2700 á mótmæli samfóista á Austurvelli, segir fátt af stjórnarandstöðunni á aþingi.
Árni Páll veit ekki sitt rjúkandi ráð og falbýrður Samfylkinguna Viðskiptaráði, Guðmundur Steingrímsson grætur Vestfirði þar sem pabbi hans gerði garðinn frægan; aðeins fjórir mættu á stofnfund Bjartar framtíðar á Ísafirði og Katrín Jakobs er í pólitísku taugaáfalli vegna þess að VG mælist minni en við síðustu kosningar þar sem flokkurinn slefaði yfir tíu prósentin, 10,9.
En í kvöld var RÚV nóg boðið. RÚV, sem allan fyrri part vikunnar hefur haldið ESB-umræðunni lifandi í öndunarvél með stöðugu og skilningsríku sambandi við útlönd, gerði í kvöldfréttum Sjónvarps ræs á stjórnarandstöðuna.
Fyrirsögnin var við hæfi: Ekkert rætt við stjórnarandstöðuna. RÚV er þeirrar sannfæringar að stjórnarandstaða Samfylkingar, VG og BF eigi að ráða framgangi mála á alþingi. Til að undirststrika þennan skilning skreytir gullkorn frá Frjálshyggju-Árna Páli fréttina
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri átakamál sem rætt yrði í þaula.
Þegar formaður Samfylkingar er búinn að hóta málþófi hlýtur varaformaður flokksins að vera næst leiddur fram og hóta móðursýkiskasti í ræðustól þingsins. Við fylgjumst spennt með m&m í boði RÚV.
Athugasemdir
Þeir detta niður í svaðið og hverfa. Ég held að Ríkisútvarpið ætti að fara að passa sig en þar mætti gera vinsældar könnun og í raun hefði ég val þá myndi ég ekki vilja borga fyrir afnot af RÚV.
Valdimar Samúelsson, 6.3.2014 kl. 21:06
Sammála Valdimar,myndi frekar styrkja Omega og N-4,stöðina. Akureyri.
Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2014 kl. 22:40
Titringurinn er sennilega til kominn af tilefni, sem ekki er eins augljóst og menn halda.
Fyrir það fyrsta þá þarf að koma í veg fyrir frekari umræður um eðli og framgang ESB viðræðna, sem gætu orðið meira upplýsandi en þægindastuðull Samfylkingarinnar leyfir.
Fyrst og fremst má þó rekja angistina til þess að utanríkisráðuneytið er að gera rannsókn á því hvað átti sér stað í janúar 2013 þegar viðræðurnar sigldu í strand.
Þessi örvænting gengur svo langt að menn reyna að tina allt til sem hönd a festir til að brígsla um meintar lygar og svik núverandi stjornar, sem tæplega hefur setið eina meðgöngu. Þar eru hugtök hent á lofti eins og, kosningasvik, stjornarslit, dómsmál og kærur, spilling, lygar, minnihlutastjórn, fallin stjórn, klofnir flokkar, stjórnleysi og jafnvel, bylting, uppreisn og hreinsun.
Allt það ryk sem hefur fallið á vanefndir síðustu stjórnar er nú endurnýtt til að þyrla upp skýi svo fólk sjái ekki handa sinna skil.
Loforð Össurar í Brussel eru gerð að loforðum Sigmundar og allt í stefnuskrá stjórnarinnar túlkað sem kosningasvik af því að ekki er búið að efna allt sem þar er nefnt, eftir átta mánuði. Afnám hafta er þar vinsælt og uppgjör við kröfuhafa bankanna, þótt vitað sé að únnið se baki brotnu að þeim viðkvæmu málum. Steingrimur heimtar jafnvel að leynd verði svipt af þeim fyrirætlunum, sem væri sambærilegt við að bandamenn hefðu sent Þjóðverjum skeyti um fyrirætlanir sínar í Normandí, eins og Már benti réttilega á.
Þessi örvænting er svo mikil og sjálfmiðuð að menn vilja gera allt til þess að koma í veg fyrir að ríkistjórninni takist ætlunarverk sitt um endurreisn. Heldur vilja þeir sjá hér allt í rjúkandi rúst heldur en að handvömm þeirra verði lyðum ljós.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.