Heimalinn Þorsteinn P.

Þorsteinn Pálsson er íslenskur heimalningur eftirstríðsáranna grunlaus um að fullveldi skiptir máli enda alltaf notið gæða þess. Þorsteini er algerlega framandi sá veruleiki milljóna Evrópubúa sem vegna spennitreyju gjaldmiðlasamstarfs arka atvinnulausar um götur og stræti. Ofaldir heimalningar trúa því að heimurinn hossi þeim hvernig sem allt veltur.

Án fullveldis hefðu Íslendingar ekki brotist til bjargálna á tímabilinu frá lokum 19. aldar og fram yfir seinna stríð þegar traustur grundvöllur var lagður að velferðaþjóðfélagi samtímans. Án fullveldis biðu menn eftir björgum frá Kaupmannahöfn.

Fullveldi er ekki mælt í krónum og aurum. En án þess lamast sjálfsbjargarviðleitnin. Löng og döpur saga undir stjórn velviljaðra útlendinga færði okkur heim sanninn um að án fullveldis er Ísland hjálenda og þjóðin betlari í eigin landi.  

Þorsteinn Pálsson er okkur til áminningar um hvað eigi að varast hjá heimaöldum. 


mbl.is Það verða alltaf skammtíma hagsmunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Fríverslunarsamtökum Evrópu á áttunda áratugnum og að margir hefðu þá talað um að allskonar iðnaður myndi leggjast af hér á landi. Niðurstaðan hafi aftur á móti verið sú að til varð alþjóðlega samkeppnishæfur iðnaður og verðmætin jukust"

 Aukin lífskjör hér á landi skrifast ekki á fullveldið enda var hér haftaþjóðfélag framan af.

Ens svo betur fer fórum við í EFTA og svo EES sem hefur alþjóðavætt íslands með betri lífskjörum

Þrátt fyrir bölmóðurs NEI sinna

Sleggjan og Hvellurinn, 6.3.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bölmóður? Ég veit ekki betur en húsgagnaiðnar hafi verið í blóma en lagðist af.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2014 kl. 17:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þessi fiskveiðistjórnun - kvótakerfið - bætt lífskjör allra landsmanna!

Geta menn bullað og blekkt án þess að bera ábyrgð á orðum sínum?

Þetta kerfi hefur næstum gengið frá búsetuskilyrðum fjölmargra sjávarþorpa og skaðað samfélagið um marga milljarða á ári.

Aldrei í sögu þjóðarinnar hefur íslenskt samfélag greitt eins mikið með útgerð eins og eftir að kvótakerfið með framsalinu var tekið upp. 

Árni Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 18:28

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

ÁZrni - hvaðan kemur þér vitneskja um meðlag með útgerð ?

Býrð þú í Bretlandi eða Frakklandi eða Spáni ? ? ?

Segðu okkur hinum fávísum hvað þú ert að tala um varðandi útgerð á framfærslu ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2014 kl. 20:04

5 Smámynd: Einar Karl

Óttaleg leikskóla-Jónas-frá-Hriflu sagnfræði er þetta hjá þér Páll.

Meinarðu að það voru engar framfarir á Íslandi fyrir árið 1918?

Ísland var ekki fullveldi í lok 19. aldar.

Mun RÉTTARI sagnfræði er sú að Íslendingar hafi tekið framförum þegar samskipti og viðskipti við útlönd hafi verið sem mest.

Það sem hélt aftur af Íslandi öldum saman var ekki bara danskur konungur, heldur ekki síður íhaldssamt og niðurnjörvað stéttsamfleag stýrt af íslenskum bændahöfðingjum og smákóngum. Eins og enn ríkja í Skagafirði.

Einar Karl, 6.3.2014 kl. 20:22

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef búið við sjávarsíðuna öll mín æviár Predikari góður og verð 78 í haust ef mér auðnast.

Fáir hafa rætt meira og oftar á þessum netmiðli um útgerð og fiskveiðistjórnun en ég.

Heldurðu að það sé kostnaðarlaust fyrir þessa þjóð þegar fáeinum útgerðum er afhentur lykillinn að dýrustu auðlind hennar og auðlindin vannýtt til að halda uppi verði á leigukvóta?

Ég er að tala um þá einföldu staðreynd að fjöldi sjávrþorpa er í andnauð vegna þess að fólkið hefur verið svipt aðgangi að þeirri auðlind sem byggðarlögin uxu af.

Vertu spakur og sparaðu þér allan rembing þar til þú veist um hvað málið snýst.

 Hafrannsóknarstofnun er ekki með raunhæfa ráðgjöf fyrir þessa þjóð ef þú heldur það. Ráðgjöf Hafró gagnast þeim sem þurfa skort í aflaheimildum svo þeir geti verðlagt þær heimildir sem þjóðin á en þeim hefur haldist uppi að fénýta sér ÁN ÞESS AÐ VEIÐA.

Færeyingar notuðu okkar kerfi í tvö ár en gátu ekki notað það.

Kannski getur þú komið vitinu fyrir þá?

Og kannski geturðu komið vitinu fyrir Norðmenn sem nú eru búnir að gefa óskert frelsi til veiða öllum bátum að 11 metrum?  

Árni Gunnarsson, 6.3.2014 kl. 20:42

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er náttúrulega alrangt og hreinlega barnalegt að halda að eitthvað fullveldi hafi skipt máli fyrir efnahagsþróun eða lífskjör á Íslandi. Alrangt.

Hinsvegar má leiða líkum að því, að afkoma alls meginsþorra almennings væri miklu mun betri ef Ísland hefði haldið sambandinu við dani. Miklu mun betri.

Við skulum nefna, frí heilusugæsla fyrir alla? Býður LÍÚ og sérhagsmunaklíkurnar ásamt ofstækis elítuframsjallaandsinnum betur??

Ok. Hvað með: Allir fá kaup fyrir að mennta sig? Hvernig líst sérhagsmuna elítunni á það??

Etc. etc.

Málið er að sérhagsmunaklíkur nota þjóðrembingssvipuna til að lúberja almenning hér í landinu. Lúberja.

Þeir hafa logið svoleiðis uppá vini okkar dani á slíkan aumingjalegan hátt að stórskömm er að. Enda er þetta síljúgandi alla tíð sem sjá má á núverandi elítustjórnvöldum. Það er ekki hægt að finna eitt dæmi um satt orð frá þeim undanfarin mörg, mörg ár. Ekki eitt satt orð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2014 kl. 22:45

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Árni

Þú ert semsagt að segja að það er ekkert að marka vísindamönnum í Hafrannsóknarstofnun og þeir eru allir í samsæri með kvótahöfum til þess að halda leiguverðinu uppi?

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2014 kl. 00:26

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þorsteinn eins og margir ESB sinnar sjá engan mun á gagnkvæmu viðskiptabandalagi og miðstýrðu rikjasambandi. Hvort það er viljandi eða sökum fáfræði, skal ekki fullyrt um.

Yfirborðskennt blómskruð og fagrir hugtakavendir fela raunveruleikann betur en ein rós.

Hér talar maður sem ætti að vera prestur en ekki stjórnmálamaður.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 01:57

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vísindamenn sem standa frammi fyrir því að hafa haft rangt fyrir sér leita gjarnan leiða til að sanna að þeir hafi haft rétt fyrir sér fremur en að játa mistök. Dýrt ástand ef það varir lengi og í þessu tilfelli hefur íslenska þjóðin engi efni á slíku bruðli.

Þetta hygg ég að sé að nokkru ástæða þess hversu illa gengur að fá Hafró til að fallast á réttu ráðgjöfina sem er sú að láta náttúruöflin afskiptalaus í stað þess að "svelta fiskistofnana til hlýðni".

Þessi staða kemur sér hinsvegar afar vel fyrir LÍÚ sem þarf nauðsynlega á skortstöðu að halda.  

Þeir sem halda að hægt sé að byggja upp botnfiskstofna með friðun og skynja ekki nauðsyn nr.1 sem er að ungviðið þarfnast fyrst og síðast nægilegs fæðuframboðs ættu að snúa sér að ritun barnabóka og hætta vísindastörfum. 

Árni Gunnarsson, 7.3.2014 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband