Hvort laug ESB-Stano að Vísi eða RÚV?

Þann 28. júní í sumar sagði Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB, að Ísland yrði að hafa hraðar hendur við að gera upp við sig hvort landið væri umsóknarríki að Evrópusambandinu eða ekki. Orðrétt segir í frétt Vísis

Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða sig sem fyrst hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram eða ekki. Þetta segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra ESB.

Tilfærð orð eru í samræmi við það sem haft er eftir Barroso forseta framkvæmdastjórnar ESB um að Ísland yrði að flýta sér að taka ákvörðun, klukkan tifaði.

ESB-sinnar á Íslandi, með RÚV sem sitt helsta verkfæri, reyna að telja fólki trú um að Evrópusambandið sé tilbúið að bíða til eilífðarnóns eftir að málstaður ESB-sinna hressist á Fróni. Og er þá ekki mættur áðurnefndur Peter Stano til að styrkja ónýta málstaðinn. RÚV segir eftirfarandi

Leiðtogar Evrópusambandsins segjast ekki hafa sett íslenskum stjórnvöldum tímaramma varðandi aðildarviðræður og fyrri ummæli þeirra um málið séu enn í gildi. Þetta kemur fram í svari Peters Stano, talsmanns stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins, til fréttastofu. 

RÚV, eins og alþjóð veit, leggur sig fram um að afhjúpa misvísandi skilaboð yfirvalda. Nema, vel að merkja, þegar skilaboðin falla að þeim málstað sem RÚV ber fyrir brjósti - sem er að Ísland verði með góðu eða illu aðildarríki Evrópusambandsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í RUV fréttinni sem Páll vísar til stendur einnig:

"Stano vísar í svari sínu til ummæla Stefans Füle, stækkunarstjóra og Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í fyrra um að það sé undir íslenskum stjórnvöldum að ákveða hvort halda skuli aðildarviðræðum áfram.

Það væri þó beggja hagur að ákvörðunin væri ekki í lausu lofti í ótakmarkaðan tíma. Í svari Stanos segir að ESB hafni öllum öðrum túlkunum á þessum ummælum eða að þau séu sett í annað en upphaflegt samhengi."

Wilhelm Emilsson, 6.3.2014 kl. 07:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Wilhelm. Í Júní í áréttaði Stefan fule að umsóknin gæti ekki beðið lengi, svo það er spurning í hvað Stano er að vísa.

http://www.ruv.is/frett/takmork-fyrir-thvi-hvad-vidraeduhle-er-langt

Í því tilfelli sem þú nefnir með Barrosso þá sagði hann við sama tilefni í maí s.l. að íslendingar ýrðu að gera það upp við sig með hraði hvort þeir ætluðu að halda áfram eða ekki "without further delay" og "epect Iceland to make up its mind fast."

http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332

Nú er spurning hvort Stano hefur hreinlega misst af þessum fyrsta fundi Sigmundar sem forsætisraðherra í Brussel.

Ég ráðlegg þér að leggjast í smá googl þegar þú heyrir svona fullyrðingar úr fjölmiðlum og komist að því hvort þær eru sannleikanum samkvæmt eða ekki.

Með fullri virðingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 07:24

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Og hverju breytir það, Wilhelm Emilsson. Orðhengilsháttur þinn er með eindæmum... Nú ætla ég að sjá hvað nemendur þínir segja ónafngreindir um þig og kennslu þína á ratemyprofessor. Það er vitaskuld ekkert að marka hvað stendur þar.

Barroso hefur sagt, að það sé undir íslenskum stjórnvöldum komið að ákveða hvort halda skuli áfram ESB viðræðum. Af máli ESB-sinni mætti halda að það væri undir fréttasnápum á RÚV komið, hvað ákveðið er á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2014 kl. 07:30

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

ESB-sinna átti að standa þarna en ekki ESB-sinni

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2014 kl. 07:31

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, þakka þér fyrir þessar upplýsingar. Stundum mætti halda að ESB-sinnar séu haldnir alvarlegu minnisleysi og þráhyggju.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2014 kl. 07:33

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Jón Steinar. Hér er hluti af "hinu stóra samhengi," fyrir þá sem hafa áhuga. Þetta er úr greininni sem þú vísar í og Páll vísaði í fyrir stuttu. Ég skrifaði athugasemd við þá athugasemd.

Barroso said the Commission respected the decision of the government regarding the accession process. In May, the new government announced a halt to the country’s EU accession talks until Icelanders vote in a referendum within the next four years on whether they want membership negotiations to continue.

'The clock is ticking': Barroso

“It is in the interest of the EU and Iceland that the decision is taken on the basis of proper reflection, and in objective, serene manner,” the Commission president stated.

But Barroso insisted that the Union expected Iceland to make up its mind fast.

“The clock is ticking, and it is in the shared interest of us all, that this decision is taken without further delay. We hope that this debate in Iceland will provide us with clear indications on the way ahead,” he said.

Barroso told his guest that “the unanimous decision of EU member states” to open negotiations remained valid. Since the EU opened negotiations with Iceland in July 2010, Croatia joined the Union this month.

"My message today is clear; provided that Iceland wants it, we remain committed to continue the accession negotiations process, which I’m certain could address Iceland’s specificities,” Barroso said, in reference to the difficult negotiation chapter on fisheries.

Ég held að við getum verið sammála um að það er ekki neinum til góðs að bíða „til eilífðarnóns" um hvort viðræðum skuli haldið áfram, svo ég vitni í Pál. Er einhver sem vill það? Spyr sá sem ekki veit. Þess vegna væri best að halda þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem vísað er til í greininni.

Að lokum finnst mér áhugavert að Brynjar Níelsson hefur eftirfarandi að segja. Sjá viðtal í Vísi:

„já, svo er náttúrulega sá kostur fyrir hendi að halda þingsályktunartillögunni til streitu og gefa fólki fingurinn,“ segir Brynjar í samtali við Vísi en hann telur þann möguleika ekki vænlegan eins og staðan er í dag.

Í Vísi stendur enn fremur:

„Það er ekki eins og ég sé efnislega ósammála tillögu utanríkisráðherra og ég er á þeirri skoðun að það sé ekkert fyrir okkur að sækja innan Evrópusambandsins. Það eru hins vegar margir ósammála mér í mínum eigin flokki og þess vegna skil ég ekki af hverju það er verið að setja allt í uppnám núna, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar,“ segir Brynjar.

Brynjar er mikill baráttumaður. Þess vegna er þess virði að hlusta á hann þegar hann telur að barátta fyrir ákveðnu málefni sé óskynsamleg.

Heimild: http://www.visir.is/haegt-ad-halda-alyktuninni-til-streitu-og-gefa-folki-fingurinn/article/2014140309372

Wilhelm Emilsson, 6.3.2014 kl. 08:01

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var að láta þig hafa hæekk á þessa grein Wilhelm. Hvað er það í henni sem þú telur styðja mál þitt?

Nú ertu farinn að tala um þjoðaratkvæðagreiðslur?

Í þessari grein er vitnað til orða Barrosso um hæé og þjoðaratkvæði. Barrosso er hinsvegar ekki að vitna í Sigmund heldur Össur. Í janúar setti Össur unsóknina á ís með heitstrengingum um að endurvekja hana með þjóðaratkvæðum. Þarna er maí og Sigmundur er þarna að ræða málin og kynna fyrirætlanir um að slíta þessu formlega.

Mundu að hér var ekki mynduð stjórn fyrr en 22. Maí og Gunnar sleit viðræðum formlega í Júní og kallaði sendinefndir heim.

Hvergi í þessari grein er vitnað í að Sigmundur hafi lofað neinu.

Hættu svo að færa markið þegar rætt er við þig. Það er ítrekað í tvígang á þessum fundi að ríkistjórnin þurfi að ákveða með hraði hvort hún ætlar áfram eða að hætta. Ekki gera hlé, heldur hötta.

Capiche?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 08:10

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Steinar, ég hélt að þú værir betri í ensku en þetta. Í greininni stendur:

"In May, the new government announced a halt to the country’s EU accession talks until Icelanders vote in a referendum within the next four years on whether they want membership negotiations to continue."

Þarna er augljóslega verið að vitna í stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins. Hvernig færðu það út að það sé verið að vitna í Össur?

Wilhelm Emilsson, 6.3.2014 kl. 08:25

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Vilhjálmur, þú skrifar:

"Nú ætla ég að sjá hvað nemendur þínir segja ónafngreindir um þig og kennslu þína á ratemyprofessor. Það er vitaskuld ekkert að marka hvað stendur þar."

Ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu. Langar þig að skýra þetta nánar? En það er alltaf gaman þegar menn nenna að fletta manni upp á netinu.

Wilhelm Emilsson, 6.3.2014 kl. 08:37

10 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Meðfylgjandi slóð tekur af allan vafa Sigmundur greinir rétt frá. Samræmi er á hans orðum og fréttaflutning á Euroactiv agenda. Þeir vitna 17. júlí, beint í Barroso: "Ísland þarf að gera upp hug sinn, án tafa."

http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332

Anna Björg Hjartardóttir, 6.3.2014 kl. 10:38

11 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Fyrirsögn úr Wall Street Journal frá 16 júlí 2013.

"Clock is Ticking" on Iceland's EU Bid, Barroso Warns.

Anna Björg Hjartardóttir, 6.3.2014 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband