Viðskiptaráð vill kljúfa Sjálfstæðisflokkinn

Sérhagsmunaöfl innan Viðskiptaráð vilja halda lífi í ESB-umsókninni fram að næstu kosningum og hóta þá að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn til að hann standi ekki í vegi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fjársterkir aðilar innan ESB-sinna ætla sér að kaupa stjórnmálaöfl til liðs við baráttu sína. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, er með veður af þreifingum í þessa átt og skrifaði þess vegna makalausa grein í Fréttablaðið þar sem hann falbýður Samfylkinguna (12,9%) sem frjálshyggjuflokk.

Tilraunum aðila innan Viðskiptaráðs til að kaupa sér völd og áhrif verður aðeins mætt með samstöðu um að bæta fyrir lýðræðisbrestinn frá 16. júlí 2009 og afturkalla ESB-umsóknina.


mbl.is Telur ekki rétt að slíta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sérhagsmunaöflin hafa enga náttúruhæfileika til að bjóða sjálfa sig til starfa og ná frama utan Íslands.EN; þeir eru nægjanlega lítilmótlegir til að bjóða æru sína til að hneppa Ísland í nýlendufjötra. Svei þeim alla daga, við kusum þessa stjórn til þess að losa okkur undan þessu fargani,heiti á þá að drífa þetta af. Þá fyrst vinnst tími til að huga að tiltekt hér heima.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2014 kl. 00:06

2 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Nafna mín - Kristjánsdóttir !

Þú hlýtur - að hafa orðið fyrir að detta á svellalögum illilega (eða hlotið einhvers konar höfuðhögg - sem ég vona að ekki hafi verið) AÐ LÁTA HVARFLA AÐ ÞÉR / að labbakútarnir og skrumararnir SDG og BB séu einhverjir BETRUNGAR Jóhönnu og Steingríms.

Er þér ekki sjálfrátt kona / og eða ykkur Páli - báðum ?

SAMA ANDSKOTANS sleifarlags tímabilið gengið í garð 2013 - 2017 / og ríkti hér 2009 - 2013 - eða nær hugsun ykkar síðuhafa ekki lengra en Brekkusnigilsins mögulega - nafna mín góð ?

Utanþingsstjórn STRAX (tilraun) - eða leitum ásjár Kanada manna og Rússa / að öðrumn kosti.

Við þingræðis FLÓNZKUNA verður ekki við unað - að minnsta kosti !!!

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 00:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó, asninn minn, þú veist ekki ,hef ekki þorað að segja þér hvað mér geðjast betur að Pútin en Evrópukraðakinu.

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2014 kl. 00:36

4 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafna mín !

Skrif mín - til ykkar Páls áðan / hafa reyndar ekkert að gera með Pútín sem slíkan :: persónulega - eða ekki persónulega.

Þakka þér samt - lágnættis kersknina gamla góða fornvinkona.

Ekki síðri kveðjur - þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 00:46

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

-:) -:)

Helga Kristjánsdóttir, 6.3.2014 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband