Björg styður málflutning Bjarna og Sigmundar Davíðs

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti og varaformaður samninganefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu á síðasta kjörtímabili tekur undir málflutning forystumanna ríkisstjórnarinnar, þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um stöðuna í Evrópumálum.

Björg bendir á að alþingi sem kosið var síðast liðið vor er ekki bundið af ákvörðunum þingsins sem var við völd 2009 til 2013. Enn síður er hægt að krefjast þess að þjóðaratkvæðagreiðsla um einstaka afgreiðslu núverandi stjórnarmeirihluta, líkt og afturköllun ESB-umsóknar meirihluta Samfylkingar og VG frá síðasta kjörtímabili.

Þjóðaratkvæðagreiðsla í okkar stjórnskipun er neyðarhemill sem forseti Íslands nýtti í tvígang á síðasta kjörtímabili til að þjóðin fengi beina aðkomu að Icesave-samningum við Breta og Hollendinga.

Að óbreyttri stjórnskipun er aðeins ein regluleg þjóðaratkvæðagreiðsla raunhæf og það er kosning til alþingis á fjögurra ára fresti eða skemur.

Þjóðaratkvæðagreiðsla til að ómerkja niðurstöðu þingkosninga leiðir aðeins til pólitískrar upplausnar og samfélagslegrar skálmaldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það eru greinilega tvennskonar þjóðaratkvæðagreiðslur í gangi. Þessar sem verða til í framhaldi þess að forsetinn synjar lögum. Þær eru bindandi því hafni þær lögunum þá fa þau ekki staðfestingu. Svo eru þessar sem almenningur getur kallað eftir, eins og krafan um nýja stjórnarskrá. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla er lítið annað en rándýr skoðanakönnun, sem felur ekkert í sér annað en ráðgjöf vilji stjórnvöld þiggja hana.

Ragnhildur Kolka, 5.3.2014 kl. 11:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og hvar kom nú þessi skoðun Bjargar fram? En hjá RUV !

Ómar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband