Pólitískur ómöguleiki Össurar

Össur Skarphéðinsson gerði á tíð sinni sem utanríkisráðherra Jóhönnustjórnarinnar fríverslunarsamning við Kína sem allir vissu að yrði felldur niður ef Ísland yrði aðili að ESB.

Össur vakti kátínu á blaðamannafundi með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins þegar íslenski utanríkisráðherrar bað um skapandi lausnir til að Ísland fengi varanlegar undanþágur frá regluverki ESB - en Füle sagði það ekki hægt.

Össur skilur það hvorki á íslensku né útlensku að 300 þúsund manna þjóð fær hvorki varanlegar undanþágur né marktækar sérlausnir frá reglur sambands sem telur 28 þjóðir og 500 milljónir íbúa.

Pólitískur ómöguleiki Össurar er að hann skilur ekki pólitískan veruleika.


mbl.is Undanþágur hreinir draumórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Össur er líklega sá eini sem ekki veit eftir öll þessi ár, hvað í pakkanum felst.

Ívar Pálsson, 5.3.2014 kl. 09:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

AFneitun er eitt af því versta sem hrjáir menn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2014 kl. 11:36

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hann er alveg merkilegt eintak af manneskju hann Össur, ég veit ekki hvort þetta er sjálfsblekking á hæsta stigi eða mikill óheiðarleiki hjá honum sem knýr hann áfram í þessum ESB áróðri sínum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.3.2014 kl. 11:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki hægt að senda hann til Brussel sem sérstakan sendiherra?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2014 kl. 13:26

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Nei, það yrði að vera Kanada eða álíka staður, þar sem Svavar Gestsson var geymdur þar til hann gerði okkur óskundann mikla, Icesave 1 samninginn.

Ívar Pálsson, 5.3.2014 kl. 15:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Langbortistan þá. Þar getur hann ekkert gert af sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2014 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband