Þriðjudagur, 4. mars 2014
RÚV leiddi Gunnar Braga í spunagildru
RÚV freistaði þess að búa til ágreining milli stjórnarflokkana með því að láta líta svo út að sjálfstæðismenn vildu gefa afslátt gagnvart ESB-sinnum en Gunnar Bragi og framsóknarmenn ekki. Utanríkisráðherra sá við þessari spunagildru RÚV með því að krefjast þess að sjá óklippt viðtal.
Hans Haraldsson segir frá spunagildru RÚV sem hafði það að markmiði að skapa úlfúð milli stjórnarflokkanna. Spuna RÚV var ætlað að styðja við þann málflutning stjórnarandstöðunnar að Sjálfstæðisflokkurinn væri pólitískur fangi Framsóknarflokksins í ESB-málinu.
Viðtalið við Gunnar Braga var þannig klipp til að hann virtist ósveigjanlegur í afstöðu sinni - og þessu viðtali átti að tefla gegn sáttarorðum formanns Sjálfstæðisflokksins.
Fréttastofa RÚV stendur ekki undir nafni heldur er þetta ómerkileg spunafabrikka hannaðra frétta og skeytir hvorki um heiður né skömm.
Eðlilegt að fá að hlusta á viðtalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt að vanda.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.3.2014 kl. 11:41
Fréttamenn Roof virðast ekki færir um að fletta upp í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem er á heimasíðunni xd.is Ef þeir gerðu það kæmi í ljós að stefnan er eindregin að slíta viðræðunum.
Skúli Víkingsson, 4.3.2014 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.