Draugafylgi Þorgerðar Katrínar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtalsþætti Gísla Marteins að flokkurinn hefði í stórtapað fylgi vegna andstöðu við að Ísland verði ESB-ríki.

Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26,7 prósent fylgi. Eini flokkurinn sem er fylgjandi ESB-aðild er Samfylkingin, sem hlaut 12,9 prósent fylgi.

Þorgerður Katrín verður að útskýra hvað varð um ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum enda getur ekki verið að þeir hafi kosið Samfylkinguna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Kúluláns drottningin, eða öllu heldur eiginkona sjálfs kúluláns konungsins, með allt sitt á hreinu í "Hægri snú" á augljóslega betur heima í örvæntingarfullri Samfylkingunni.

Verk hennar öll og innræti allt eru geymd, en ekki gleymd.

Jónatan Karlsson, 2.3.2014 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er bara ekki kominn tími til að gera skoðanakannanir einu sinni í viku. Menn skipta um skoðun eins oft og skó.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2014 kl. 16:28

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Er ekki kominn tími ti að kanna hvað Þorgerður Katrín hefur verið að reykja upp á síðkastið? Hún kallar yfirgnæfandi meirihluta landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og það með væntanlega yfirgnæfandi meirihluta alls flokksins, svartstakka!!! Hún er ekki með "fulde fem".

Kristján Þorgeir Magnússon, 2.3.2014 kl. 16:44

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf 35-40% flokkur... nú er hann 25% flokkur og er fastur þar. Einfalt stærðfræðidæmi...slatti farinn og örugglega frjálslyndara fylgið.   Páll , hefur þú ekki tekið eftir þessu.?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.3.2014 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband