Sunnudagur, 2. mars 2014
Vinstriflokkarnir ætla sér völdin í skjóli upplausnarástands
Ekki er eitt ár síðan þjóðin kaus sér nýjan meirihluta á alþingi og afþakkaði þar með meirihluta VG (10,9%) og Samfylkinguna (12,9&). Vinstriflokkarnir róa núna að því öllum árum að ógilda kosningarnar vorið 2013.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar sagði ríkisstjórnina ólögmæta í sjónvarpsviðtali í byrjun vikunnar og þar með var tóninn gefinn. Illugi Jökulsson krafðist þess í gær að ríkisstjórnin ætti að segja af sér og fleiri vinstrimenn taka undir.
Í orði kveðnu er meginkrafa vinstriflokkana að það verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um afturköllun ESB-umsóknar, sem var send til Brussel í tíð síðustu ríkisstjórnar - vel að merkja án þjóðaratkvæðagreiðslu. Fræðimaður og fyrrum samningamaður við ESB, Björg Thorarensen, segir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna pólitískt ómögulega.
Í reynd snýst upphlaup vinstriflokkanna síðustu daga ekki nema að takmörkuðu leyti um ESB-umsóknina. Atlagan snýst um töpuð völd vinstrimanna. Vinstriflokkarnir ætla sér að steypa ríkisstjórninni af stóli sem byggir á lýðræðislega kjörnum meirihluta á alþingi. Til að ná markmiði sínu reyna vinstrimenna að skapa upplausnarástand í þjóðfélaginu.
Þjóðaratkvæði ekki heillavænlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það mætti öllum ljóst vera , annað hvert fólk gáir að ser i tima og hættir að fylgja múgsæsingunni ,en liturn i eigin barm og nær sambandi við eigin vilja og skoðanir ...og i raun hverju er verið að mótmæla !!
rhansen, 2.3.2014 kl. 11:03
Því miður er það ekki svo að við kjósum okkur ríkisstjórn Páll. Stjórnarbræðingurinn er alfarið á ábyrgð stjórnmálamannanna og oftar en ekki þeirra sem voru aldrei í framboði.
Og aðhaldið sem kemur frá minnihluta á þingi hverju sinni er marklaust því meirihlutinn sem er bræddur saman að kjósendum óspurðum beitir minnihlutann ofríki á þessum upplognu forsendum, að þeir hafi fengið umboð kjósenda.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2014 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.