Laugardagur, 1. mars 2014
Huglaus ríkisstjórn tapar - alltaf
Vinstrimenn eru komnir með blóðbragð í munninn og krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson, sem á þriðjudag var býsna keikur, virðist skv. túlkun RÚV tilbúinn að gefa eftir.
Krafan um þjóðaratkvæði pólitískur ómöguleiki eins og Björg Thorarensen lýsir. ESB-umsókn Samfylkingar er dauð og verður ekki endurlífguð án nýrra þingkosninga.
Ríkisstjórnin á aðeins einn leik í stöðunni og hann er sá að herða sig upp og segja að hún standi og falli með afturköllun ESB-umsóknar.
Hugleysi og undanhald er ávísun á annað tveggja, hægfara tortímingu í anda Jóhönnustjórnarinnar eða nýjar kosningar.
Fjöldi fólks á samstöðufundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætti þeim ekki að vera orðið ljóst,eftir hamagang meðgöngu mánaðanna,að það þýðir ekkert nema að láta skína í tennurnar. Ef ekki,? Fer maður að vera tortryggin þótt jafnan skammist maður sín fyrir það,reynist það rangt. Ekki finnst þeim betra að við komum í þúsunda vís niður á Austurvöll,eins og um árið,þegar Jóhanna stóð á sillunni en Steingrímur talaði hana til áður en hún stökk. Drífa þetta af og afturkalla plaggið,sem átti að eyðileggja Ísland um alla framtíð. Nei-ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2014 kl. 03:00
Þegar fjármálaráðherra segir að taka skuli mótmælin alvarlega,þá vænti ég þess að hann skilji hverju þau eru að mótmæla. Er hægt sað krefja ríkisstjórnarflokkana um loforð,sem aldrei voru gefin. Eða ætlar ráðherra að gefa eftir hávaðasömum óprúttnum,en hunsa þá stilltu sem máttu þola lögbrot við samþykkt umsóknar um inngöngu í Esb. Kannski þeir vilji að andstæðingum ljósti saman. Það er komið að þeim tímapunkti ef ekki verður fylgt eftir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Við munum mótmæla kröftuglega,ef það nægir ekki á mbl...
Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2014 kl. 05:06
Kæri Páll. Auðvitað er uppistaðan í þeim sem eru á Austurvelli fylgjendur einsmálsfylkingunnar og VG ásamt nytsömuum sakleysingjum sem hafa látið blekkjast af „pakkamöntrunni” hans dr. Össurar sem ekki skilur ensku þá sem Füle talar þegar dr. Össur nefndi hvað hann byggist við miklu „cretivity” hjá ESB í aðlögunarferlinu að veita okkur undanþágur vegna sérstöðu okkar :
.
„And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”
Þá er augljóslega margfölduð höfðatalan sem stendur vaktina á Austurvelli og það í stutta stund.
Við Icesavemótmælin var ekki óalgengt að völlurinn v´ri þéttskipaður og menn stóðu vaktina í margar klukkustundir í nístingskulda.
Nei stjórnin má ekki kikna í hnjáliðunum eins og einsmálsfylkingin í ríkisstjórn Geirs Haarde.
Þjóðin hefur aldrei viljað inn í Efnahagsbandalag Evrópu/Evrópusambandið.
Þetta er ekki þjóðin á Austurvelli.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.3.2014 kl. 06:18
Það er lífsspursmál þessarar ríkisstjórnar að kikna ekki í hnjáliðunum núna, eins og hefur hent suma þá sem eru ráðherrar í þessari ríkisstjórn.
Þorgerður Katrín kemur varla til álita í ábyrgðarstöður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frekar en Þorstein Pálsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
En það er sitthvað að hafa yfirlýsta stefnu eins og þau sem hér voru nefnd eða að hafa ekki kjark til að halda sinni stefnu og láta hrekja sig til óhæfuverka.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.3.2014 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.