Fulltrúi Össurar: þjóðaratkvæði pólitískur ómöguleiki

Fulltrúi Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í samninganefnd síðustu ríkisstjórnar við Evrópusambandið, Björg Thorarensen, lögfræðiprófessor, tók af öll tvímæli um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðlögunarviðræðna við ESB sé pólitískur ómöguleiki.

Björg sagði í umræðuþætti á RÚV að ríkisstjórn sem væri algerlega andvíg aðild að Evrópusambandinu, líkt og sitjandi ríkisstjórn, gæti ekki farið til Brussel að semja um aðild Íslands að sambandinu.

Jafnvel þó hún [þjóðaratkvæðagreiðslan] færi fram þá verður líka að hafa í huga að það er ekki lagalega bindandi niðurstaða úr slíkri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að ég tel í raun mjög óheillavænlega þessa hugmynd sem er uppi í raun um að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.

Nöttz-mótmælin, sem fjölmiðlar og Samfylking bjuggu til í byrjun viku, leiða til pólitísks ómöguleika. Björg þekkir bæði pólitísku hliðina á málinu og þá lagalegu og henni verður ekki stillt upp sem hlutdrægum aðila í umræðunni.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt að undirstrika að þau þjóðaratkvæði sem farið var fram á nú snúast um það hvort slíta eigi viðræðum formlega og taka þráðinn upp síðar að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðlu, þegar það er raunsær möguleiki eða láta umsóknina liggja áfram í limbói, eða " malla" eins og Samfylkingarmenn kalla það.

Hér var ekki verið að knýja núverandi ríkistjórn til að ganga til samninga um hversu hratt eða hægt t

Þú tekur upp allan lagabálk og sáttmála sambandsins.

Hreint borð eða ótímasett limbó. Um Að stóð móðursýkin öll.

Nú þegar limbóíð verður ofaná er alllt við það sama. Við fáum ekki að kjosa um málið síðar fyrr en við erum búin að innleiða allt regkugerðarfargan ESB og afsala okkur fullveldi í gundvallarþáttum.

Við verðum svo ekki tæk þarna inn fyrr en Maastricht skilyrðin eru uppfyllt og þegar að því kemur, þá verður það gert með valdi til að laga vonlausa skuldastöðu, þ.e. Austerity, niðurskurður og mayhem á borð við Grikkland ef ekki verra. Nú...ef ekki, þá erum við ekki á leið þarna inn næsta aldarfjórðung. Skoðum hysterísk upphlaup á þingi s.l. Viku í því ljósi.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 13:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Björgu tekst að viðhalda þeirri blekkingu að malið snúist um eitthvað annað en áframhaldandi limbó um leið og hún undirstrikar andstyggð Samfylkingarinnar á þjóðaratkvæðum yfirleytt.

Þetta var selt þingheimi á sínum tima sem "könnunarviðræður" eða óformlegt ferli, sem þyrfti ekki samþykki. Síðan hefur itrekað verið komið í veg fyrir að þjóðin hafi eitthvað um málið að segja. Nú hafa þau líklega tryggt það að svo verði áfram.

Til þessa ferlis var,stofnað af fölskum forsendum og þrætt fyrir aðlögun, vegna þess að aðlögun þyrfti lagabreytingu og samþykki forseta. Ekki bara það heldur stjornarskrárbreytingar líka, sem reynt var að þrýsta í gegn á jafn dulbúnum og upplognum forsendum.

Nú Þarf í raun ekkert annað en að afturkalla þetta í gegnum dómskerfið eftir ítarlegt lögfræðilegt mat á þeim brotum og blekkingum sem framdar voru í aðdragandanum.

Til að koma þessu í löglegan farveg þarf þetta að gerast með lögum og enda á borði forseta íslands. Hér er verið að taka ákvarðanir um fjöregg og örlög landsins til allrar framtiðar. Það hhefur oft þurft minna til.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 14:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn mega rifja það upp af hverju stjórnarskrármálið stoppaði. Það var einfaldlega vegna þess að í meðhöndlun stjórlagaráðs var búið að setja of marga fyrirvara og málamiðlanir, m.a. Í framsalsákvæðin að ESB sagði, sorry, of margir fyrirvarar, þetta dugir okkur ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 14:14

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæðan m.a. fyrir að ekki var farið í erfiðustu kaflana er sú að í þeim fólst fullveldisframsal. Það skorti stjornarskrárheimild til að selja okkur niður lækinn. Reynt var að kaupa tíma til að breyta þessu með því að ýta þessum köflum á undan sér. Það tókst ekki og því sat allt fast. Næst má því ekki búast við að ESB málið verði efst á dagskrá Samfylkingar og BF, heldur stjórnarskrármalið. Grunnlög landsnis eru nefnilega þrándur í götu.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 14:23

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð vísa er aldrei of oft kveðin, en svona byrjaði sirkúsinn á sínum tíma.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 15:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki verið að neita folki um þjoðaratkvæði heldur er verið að reyna að tryggja fólki þann rétt á löglegan og afdráttarlausan máta.

Fram að þessu hefur þjóðin ekkert fengið um málið að segja, enda ekki stofnað til fararinnar á löglegan né á lögformlegan máta. Í því liggur dilemmað, sem er jú hannað sérstaklega til að forðast kosningar.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 16:07

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er dæmi um prótótýpísk rökþrot aðildarsinnans:

http://jonatlikristjansson.blog.is/blog/jonatlikristjansson/entry/1359919/

Við verðum að ganga í ESB, annars munu þeir beita okkur þvingunum og efnahagslegu ofbeldi í hefndarskyni.

Hér er háskólamenntaður menntaður maður, hagfræðingur á ferð, n.b.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 16:34

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Málið er að þjóðin var aldrei spurð að því hvort það mætti aðlaga ísland að reglum Evrópusambandsins, og platið var að það ætti að kíkja í pakkann. 

En það er ekki í neinn pakka að kíkja fyrr en aðlögun er fullkomnuð.  Þess vegna þarf ekkert að velta vöngum yfir þessu, því málið er nauðgunar og þjófnaðar mál og þar með ónítt.

Komi það í ljós að margir vilji að Ísland aðlagist Evrópusambandinu, nú þá kjósum við um það en ekki hvort það eigi að viðhalda nauðguninni.

  Þetta mál er ekki flóknara, og væri full þörf áð leita uppi og lög sækja það fólk sem hamast við að eiða tíma og peningum þjóðarinnar í þessa dæma fáu vitleysu.   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.3.2014 kl. 17:06

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Merkilegt er að þessi sjónarmið Bjargar Thorarensen skuli koma fram hjá RUV. Það rímar ekki við það að RUV sé í herferð gegn ríkisstjórninni.

Ómar Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 22:48

10 Smámynd: Elle_

Við verðum að ganga í ESB, annars munu þeir beita okkur þvingunum og efnahagslegu ofbeldi í hefndarskyni.  

Já, það er svona.

Elle_, 2.3.2014 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband