Föstudagur, 28. febrúar 2014
Guðlaugur Þór hjálpar til að kála ríkisstjórninni
RÚV, 365-miðlar og DV eru í viku búnir að útmála ríkisstjórnina sem svikastjórn er þverbrýtur kosningaloforð. Spjótin standa einkum á Sjálfstæðisflokknum en Framsóknarflokkurinn fær einnig fyrir ferðina.
RÚV er sérstaklega ósvífið í málflutningi sínum og velur sjálfstæðismenn af kostgæfni sem hallmæla ríkisstjórninni og því að hún sé að framfylgja stefnu beggja stjórnarflokka og stjórnarsáttmálanum. Ekkert fer fyrir stuðningsyfirlýsingum við ríkisstjórnina sem þó eru fjölmargar frá ýmsum félögum sjálfstæðismanna.
Við þessar kringumstæður verða stjórnarþingmenn að standa saman ef ekki á illa að fara. Sumir sjá sér þó leik á borði að leika einleik og gefa stjórnarandstöðunni undir fótinn. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur í skringilegu viðtali við RÚV að undir gagnrýni á ríkisstjórnina.
Það er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór stundar undarlega pólitík. Hann fór fyrir hönd Baugsmanna gegn Birni Bjarnasyni þáverandi dómsmálaráðherra í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar 2007 - þegar útrásarauðmenn vildu koma Birni fyrir kattarnef.
Fylgi stjórnarflokkanna undir 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vona að stjórninn falli! Lygarar og viðhald sjáftöku stefnu í landinu eru ekki okkur að skapi!
Sigurður Haraldsson, 28.2.2014 kl. 19:42
það þarf enga fjölmiðla til að slátra svikastjórninni, hún sér um það sjálf.
Óskar, 28.2.2014 kl. 20:32
Sjálftaka!
Sigurður Haraldsson, 28.2.2014 kl. 20:47
Guðlaugur Þór er þá til einhvers nýtur, þegar allt kemur til alls!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2014 kl. 21:07
Skríða nú stórmennin út fullir af lofti við það að aðildarsinnar mælast í málgagni þeirra með hærri prósentutölu. Skoðanakönnun sem er leiðandi er ekki marktæk..Það rétta er að langflestir landsmenn vilja alls ekki inn í Evrópusambandið,en réttlætið vinnur að lokum. Því hvaða réttlæti er í því að nýta eign allra landsmanna RÚV.í taumlausan áróður. Réttast væri að fjölmenna upp í Efstaleiti og mótmæla nefskattinum.
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 21:13
Já, og er hann ekki í Heimssýn? Það er sem eg segi að heimssýn hefur nagað undan allri andstöðu við ESB svo fólk svoleiðis flykkist á ahrðahlaupum yfir til aðildarsinna. Það er ekkert verk eins manns heldur heimsýnarmannra allra og flestra þingmanna framsjalla. Málflutningurinn hefur verið svo yfirgengilega vitlaus að heimssýn er búið að rústa bæði sjálfu sér og ríkisstjórninni - og það er bara hið besta mál náttúrulega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2014 kl. 22:16
Ertu viss um það Páll, ég sé bara prumphænsn sem vill fleyta rjóman og þegar á móti blæs er allur vindur úr honum. Ég segi nú bara hver þarf á óvini að halda með svona mann sér við hlið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2014 kl. 02:34
Ótrúlega ósvífin fréttamennska, að spila upptökur af 10 mánaða gömlum viðtölum!
Einar Karl, 1.3.2014 kl. 07:32
Er ekki kominn tími til að sína frã því þegar þingið var þvingað til að sækja um aðild að ESB, án samráðs við þjóðina, Þegar þingmenn voru reknir í frí og aðrir vilhallir ESB kallaðir inn. Þar var hin svokallaða velferðisstjórn að verki, og gleymist seint í mínum huga!!
Eyjólfur G Svavarsson, 1.3.2014 kl. 09:10
Eyjólfur,
munurinn er sá að þá var gerður stjórnarsáttmáli sem kvað á um nákvæmlega þetta. Ekki voru nein mótmæli, engar undirskriftasafnanir, enda var almenningur almennt á því að það væri RÉTT að skoða vel þennan valkost sem leið út úr okkar hremmingum.
Einar Karl, 1.3.2014 kl. 09:37
Það hefði verið gæfulegra - og gáfulegra - fyrir stjórnina að leyfa þessari skýrslu að "anda" til landsmanna áður en tekin var rétt ákvörðun á vitlausum tíma. Það er það sem ég held að Guðlaugur Þór sé (réttilega) að benda á. Skýrslan og málefnið er orðið aukaatriðið en eftir standa háttvirtir ráðherrar í augum almennings eins og fulltrúar í ríkisstjórn Ceausescu sem hlustar ekki á fólkið í landinu heldur keyra málin í gegn til að forðast umræðu sem aldrei hefði verið hægt að tapa. Og nú hefur ríkisstjórinni, illu heilli, tekist á ótrúlegan hátt að klúðra ESB umræðunni og færa aðildarsinnum forskot gagnvart almenningi sem hefur þá sýn á hlutina að verið sé að troða heim um tær. Nú er svo komið að umræðuforgjöfin er í mínus þökk sé annaðhvort ótrúlega lélegri PR mennsku eða ráðgjöf, nema hvoru tveggja sé. Hvernig var þetta hægt?
Guðmundur St Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 09:51
Með öðrum orðum: Ríkissjórnin er að kála sjálfri sér í málinu. Ekki Guðlaugur Þór.
Guðmundur St Ragnarsson, 1.3.2014 kl. 09:58
Ég er sammála Guðmundi St Ragnarsyni . Að skella uppsögninni ofaní skýrsluna var fáránlegt. Það var nákvæmlega ekkert sem rak á eftir uppsögn. Umsókn Sviss er enn í salti
Snorri Hansson, 1.3.2014 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.