Lýðræðisbresturinn og pólitískur skæruhernaður

Í júní 2009 sögðust 76 prósent þjóðarinnar vilja þjóðaratkvæðisgreiðslu um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG skellti skollaeyrum og sendi umsókn til Brussel mánuði síðar á grundvelli naums meirihluta á alþingi.

Pólitískt umboð skorti fyrir umsókninni 2009 enda Samfylkingin eini ESB-flokkurinn og fékk tæplega 30 prósent fylgi.

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er með skýrt pólitískt umboð til að afturkalla ESB-umsóknina enda báðir stjórnarflokkarnir með það á stefnuskrá sinni að hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Pólitískur skæruhernaður RÚV og 365miðla í samvinnu við Samfylkinguna getur ekki komið í veg fyrir að alþingi lagfæri lýðræðisbrestinn frá 16. júlí 2009 og afturkalli ESB-umsóknina.


mbl.is Tæp 82% vilja greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jons

Réttlætir maður rangt með röngu? Lærðir þú það í Sunnudagaskólanum Páll?

Bjarni Jons, 28.2.2014 kl. 12:56

2 Smámynd: Bjarni Jons

Annars snýst þetta bara ekkert um það.. Þetta snýst um loforð sem voru gefin - loforð sem færðu stjórnarflokkunum atkvæði - loforð sem nú á að svíkja - þú réttlætir það ekki svona

Bjarni Jons, 28.2.2014 kl. 12:57

3 identicon

Maður verður að viðurkenna að þessi svikavinkill hjá RÚV og 365 er snilld. Þeim hefur tekist að tromma upp reiðan fjölda í þágu máls sem lítur mjög lítils stuðnings.

Eru ekki til einhver Göbbelsverðlaun sem hægt væri að veita þeim?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 13:05

4 Smámynd: Bjarni Jons

Þurfti Rúv eða 365 til þess að fólk sæi þetta sem svik? Ég þekki fullt af fólki sem kaus t.d. D út af þessu loforði - ekki gleyma því að það eru kjósendur D sem vilja ESB - kjósendur sem voru að íhuga að kjósa annað en D, en héldu tryggð við flokkinn vegna þessa loforðs. Það er hreinlega dónalegt að gera svona lítið úr því.

Svo má nú alveg halda því til haga að fyrir kosningarnar 2009 talaði Framsókn um það að skoða aðild og Bjarni sjálfur talaði um upptöku Evru - þetta er ekki svona svart og hvítt.. Svo talaði Borgarahreyfingin um ESB líka, það var ekki bara Samfylkingin

Bjarni Jons, 28.2.2014 kl. 13:08

5 Smámynd: Baldinn

Já strákar við skulum kenna RUV um þetta, það er svo helvíti " Inn " núna að kenna þeim um allt.  Þið sömu eruð ekkert að tala um hvort fréttirnar séu réttar eða ekki, það er aukaatriði.  Ég fór yfir MBL áðan og það er varla minnst á málið þar.  Ég hélt að frétta miðlar ættu að veita stjórnvöldum aðhald og er það ekki það sem þeir eru að gera, nema þá MBL sem þegir.

Baldinn, 28.2.2014 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband