Mánudagur, 24. febrúar 2014
Össur dramadrottning ruglast á sér og ESB-umsókninni
Össur Skarphéðinsson, sá einarði talsmaður kvöldfunda á síðasta kjörtímabili, leggst nú algjörlega og alfarið á móti yfirtíð þingmanna. ,,Fyrr skal ég dauður liggja," sagði kappinn og steytti hnefann að hætti gamalla byltingarmanna.
Engum kemur í hug að dauðinn og Össur eigi samleið, síkáti utanríkisráðherrann fyrrverandi er alltof kvikur og fjörugur maður til þess.
ESB-umsóknin hans Össurar er á hinn bóginn steindauð. Hann sjálfur setti umsóknina á dauðadeildina þegar hann stöðvaði aðildarferlið fyrir rúmum ári, í aðdraganda alþingiskosninga. En þá hafði runnið upp fyrir okkar síkáta fyrrum ráðherra að engar varanlegar undanþágur fengust frá regluverki ESB, eins og Stefan Füle sagði við Össur.
![]() |
Fyrr skal ég dauður liggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvöldfundurinn var engu að síður samþykktur og Össur í klemmu. Annað hvort skrópar hann í úrslitaumræðu í þessu mikilvægasta máli á hans ferli eða sinnir skyldu sinni gagnvart kjósendum sínum og liggur dauður eftir.
Ekki i fyrsta sinn sem hann kemur sér í slíkt dilemma fyrir kjaftháttinn, nú eða rúsaða tölvupósta.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.