Mánudagur, 24. febrúar 2014
10% mæting á Austurvelli
Um 500 til 600 manns eru á Austurvelli að taka undir kröfu ESB-sinna um að halda áfram ferlinu inn í Evrópusambandið. Talan kemur frá RÚV, sem er vant að ýkja í þágu ESB-málstaðarins.
Samkvæmt fréttum ESB-sinna voru fimm þúsund manns búin að lofa að mæta til að sýna stuðning með undirskrift á samfélagsmiðla.
10 prósent þátttaka þeirra sem lofuðu að mæta sýnir baráttuvilja ESB-sinna, - þegar á herðir.
Athugasemdir
500 eða 3500 hver er munurinn. Í augum þeirra sem eru í heilögu stríði er hann enginn, sannleikurinn skipti ekki máli, bara málstaðurinn.
Óli Már Guðmundsson, 24.2.2014 kl. 16:31
Er ekki í lagi...Það voru engir 500-600 manns þarna niðurfrá. Ég var þarna og eins hafa allir fjölmiðlar talað um 3.500-4000 manns. Leiðinlegt að sjá menn beinlínis ljúga til að styðja málstað sinn. Ráðast í leiðinni að einum fjölmiðli. Finnst það líka sýna að menn eru ekki til í málefnalega umræðu heldur í skítkasti. Hélt þú værir málefnalegri en þetta Páll.
Bjartur, 24.2.2014 kl. 17:34
Líklega var myndin sem öll þjóðin gat séð á mila.is fölsuð en ekki bein útsending eins og sagt var. Eða það mætti ætla af þeim sem tala um 600 manns.
Ómar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.