Viðræður ekki í boði, aðeins aðlögunarferli

Samtök atvinnulífins reyndust þjóðinni illa í útrás. Samtökin réðu sér nýjan talsmann en sama blekkingin er höfð í frammi; að Íslandi bjóðist undanþáguaðild að ESB. Evrópusambandið veitir ekki undanþágu frá aðlögunarkröfu sinni sem felur í sér að umsóknarríki tekur upp laga- og regluverk Evrópusambandsins á meðan aðildarferlið stendur yfir. Evrópusambandið tekur beinlínis fram að undanþágur fáist ekki frá aðlögunarferlinu.

What is negotiated?

The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").

These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.

They are not negotiable:

  • candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.
  • the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this.

 

  

 


mbl.is Ljúka hefði átt aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Sæll Páll, er ekki alveg að skilja hvað þú meinar með undanþáguaðild og að ekki séu viðræður í boði.

það þarf auðvitað að semja um þessa 35 kafla (við áttum ekki "nema" 22 eftir sjá http://www.vidraedur2009-2013.is/vidraedurnar/stada-vidraedna/. þótt  ekki fáist undanþágur frá aðildarferlinu þá er hægt að fá ýmsar sérlausnir með samningum. Þetta á einkum við þá kafla þar sem tekið er fram að þeir nái ekki inn í landslög.

Dæmi um slíkt eru sérlausnir í sjávarútvegsmálum (Malta), landbúnaði (finnland) og tollum (Danmörk)

Gunnar Sigfússon, 22.2.2014 kl. 18:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er alveg ótrulegt að sjá heimsýnarmenn hanga á þessu eins og gamall tannlaus hundur á roði. Það er margbúið að sýnafram á að þetta er raangt hjá þeim. Þeir misskilja þetta allt saman - viljandi eða óviljandi - og það er margoft búið að skýraút fyrir þeim eðli máls.

Samt halda þeir áfram að tönglast á því sem þeir vita vel að er rangt.

Bæði svíþ. og finnl. fengu sérlausn í samningaviðræðum.

Undanþágur og sérlausnir eru ótalmargar og fjölmörg dæmi.

Td samdi Malta í samningaviðræðum um undanþágu varðandi frjálst flæði fjármagns.

Þegar af ofannefndum sögkum er málflutningur svokallaðra heimssýnarsamtaka hreinlega ósannindi - og þeir vita það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2014 kl. 23:26

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. hinsvegar er það þannig, að ef ríki sem semja um aðild að Sambandinu vilja undanþágu og/eða sérlausn - þá verður uppleggið að vera vel undirbyggt röklega af viðkomandi ríki og meika sens. Það er ekki hægt að fá undanþágu/sérlausn á forsendunum afþvíbara.

Td. hafa andsinnar feilað að sýna röklega fram á afhverju Ísland þarf endilega undanþágu eða sérlausn í sjávarútvegsmálum. Þeir hafa feilað á því. Hafa aldrei komið með nein rök nema afþvíbara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2014 kl. 23:31

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tímasetning upptöku reglnanna er það eina sem samið er um. Engar sérlausnir. Það veiktist mörgum ESB-sinnanum erfit að skilja þennan einfalda texta.

Ragnhildur Kolka, 23.2.2014 kl. 00:10

5 Smámynd: Örn Johnson

Gunnar, þú ert örugglega búinn að kynna þér vel sjávarútveg á Möltu, er það ekki?. Skoðaðu vefinn "fishindustries in Malta" þá sérðu að "undanþágan" sem Malta fékk snérist um nokkra handróðarbáta upp við ströndina, áhöfn 1-3 kallar að veiða sardínur í reknet. Snýst um 1-2 % af landsframleiðslu þar. Gunnar, ekki bjóða okkur uppá svona vitleysu. 

Örn Johnson, 23.2.2014 kl. 00:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með Möltu, að þá verður að hafa í huga að fiskveiðar í Miðjarðarhafinu eru allt öðruvísi en við eigum að venjast hér, heilt yfir.

Oft hafa ríki ekki krafist allt að 200 mílna efnahgslögsögu binlínis. Já já, okkur finnst þetta skrítið hér uppi, þar sem maður sér mjög oft það viðhorf hér uppi að landhelgin eða efnahagslögsagan - sé hluti af landinu!

Ok. Með Möltu sérstaklega þá er hún auðvitað með önnur lönd skamt undan í norðurátt. Hugsa að 25 mílur sé hámark á storum svæðum umhverfis eyjuna í norðurátt og Nv eða Na. Skal ekki alveg fullyrða um það.

Fyrir aðildina að EU - þá var í raun engin fastmótuð fiskveiðilögsaga. Þeir höfðu sett fram hugmyndir í megindráttum - en höfðu ekki alveg framfylgt henni - og sennilega bara skort afl til þess eða vantað grunn til að ná breiðri samstöðu með öðrum ríkjum.

Það má því segja að ESB hafi fært Möltu fiskveiðilögsögu að sérstakri Aðildargjöf. Og geri aðrir betur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2014 kl. 00:57

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. málið er, og eg er held eg sá eini á íslandi sem hef bent á þetta einfalda atriði, að aðild Íslands að ESB hefur ekki neitt með einhver ,,yfirráð" LÍÚ eða annarra yfir íslenskum sjó að gera. Akkúrat ekki neitt.

Fólk getur skoðað aðilfarferli Eystarasaltsríkjana og fiskveiðar í því samhengi.

Í aðildarviðræðum ríkja að Sambandinu er gengið útfrá því varðandi fiskveiðar, að veiðiréttur og það sem kallað er HS reglan eða hlutfallslegur stöðugleiki gildi.

Afhverju skildi Ísland þurfa ,,undanþágu" frá því??

Sjávarútvegskafli Aðildarsamnings er með einföldustu köflum varðandi Ísland.

Andsinnar verða að fara að skýra út hvað þeir meina með að Ísland þurfi einhverja ,,undanþágu" varðandi sjávarútveg.

Undanþágu til hvers andskotans?!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2014 kl. 01:15

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.ps. Einhver ótrúlegast undanþágan sem náðst hefur í samningaviðræðum ríkis um aðild og fest var í Aðildarsamningi (eftir samningaviðræður) var undanþágan sem Maltverjar sömdu um varðandi fjárfestingar í fasteignum.

Það er svo ótrúleg undanþága sem þeir sömdu um og fengu ESB til að fallast á - að í fyrstu verður maður bara hissa!

Það er gjörsamlega clean og cut brútalt undanþága frá meginlögum ESB fest í aðildarsamning svo tryggilega, eftir samningaviðræður.

Jú jú, sú undanþága meikar að vissu leiti sens og án efa hafa þeir matverjar komið með tilhlýðanleg rök og gögn sér til stuðnings - en það sem er stingandi er hve undanþágan sem fékkst með samningum er clean and cut og bútalt á ESB löggjöf. Og varnleg. Óhagganleg.

Vissulega má segja að sérstaða Möltu sem eyríkis í Miðjarðarhafi sé talsverð og landrými lítið. Hætta á húsnæðisbólu oþh.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2014 kl. 01:41

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að það hafi verið mögulegt að semja um sér lausnir hér áður fyrr, þá er sá tími liðinn eins og svo oft hefur komið fram.  Nú er sá tími semsagt liðinn, enda aðildar ríkin orðin mun fleiri og með þeim átti að ríkja jafnræði.  

Ef Ísland fengi sér samning varðandi sjáfarútveg  (sem af skiljanlegum ástæðum er ekki hægt ) þá yrðu allir sjáfarútvegs samningar aðildar ríkjanna í upplausn. 

Hver trúir því að tildæmis Bretar gerðu ekki samskonar kröfu fyrir sína hönd, eins mikið og breskur sjáfarútvegur hefur mátt þola af hendi Evrópusambandsins, með digri aðstoð Spánverja sem eru sérfræðingar í að snúa á þetta tröllvaxna, heimska, dýra  og silalega samband.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2014 kl. 09:34

10 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Örn Johnson, þetta var nú aðeins meira en það

Þú sérð það m.a. hér

http://www.faomedsudmed.org/pdf/publications/TD3/TD3-Camilleri.pdf

Veit ekki ennþá hver okkar samningsmarkmið eru/voru, skv. því sem stendur á vidraedur.is var ekki búið að skilgreina nein markmið fyrir sjávarútveg. En ef þú kíkir nánar á kaflana og berð t.d. saman landbúnaðar og sjávarútvegskaflann sérðu að það er mun erfiðara að ná sérsamningum í landbúnaðar- en sjávarútvegsmálum. Ástæðan er einfaldlega sú að EU er búið að móta sameiginlega stefnu í þeim málum og þar er skirt tekið fram (í byrjun kaflans) að það gildi umfram landslög.

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 11:40

11 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Hrólfur, held ekki að tími sé liðinn að semja um sérlausnir en það verður erfiðara sem á líður eins og þú bendir á einfaldlega vegan þess að aðildaríkin eru orðin fleiri sem samþykkja þurfa sérlausni)r og í bígerð er sameiginlega stefna EU í öllum þessum málum, m.a. í sjávarútvegi (sbr. sem þegar er í landbúnaði).

Þannig að ef menn hefðu viljað í alvöru í EU og leggja fram almennilegan samning undir þjóðina , hefði átt að byrja á sjávarútvegskaflanum, því að þar er tíminn EKKI að vinna með okkur

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 11:51

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þeir höfðu sirka þetta fyrirkomulag frá 1971, segir þarna. Sérstaka fiskveiðilögsögu.

Það sem skipti máli var eiginlega veiðitæknin eða aðferðirnar við veiðarnar, stærð skipta, afl oþh.

Íslendingar eru almennt ekki mikið inní slíkum málum eða eru yfirleitt ekki að gera sér mikla rellu út af þeim. Sem er skrítið miðað við mikilægi fiskveiða hér.

Hérna eru td. öflugir trollarar nánast upp í kartöflugörðum og djöflast linnulítið.

Það er líka eitt sem íslendingar fáir hugsa lítið útí, að verðmætasti afli íslendinga og/eða magn er mest allur nálægt landinu. Það er til kort á Hafró sem sýnir þetta. Eðlilega náttúrulega enda leitr fiskur yfirleitt á ákveðin hentug lífssvæði og þau eru oftast nálægt landi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2014 kl. 12:29

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þ.e.a.s. að þetta snýst ekki um að ,,yfirráð" yfir sjó sem slíkt. Þetta snerist um að það eru ákveðnar ESB reglur um veiðiaðferðir, möskvastærð o.þ.h., stærð skipa, trollara o.s.frv. Maltverjar voru hræddir um að breitingar á reglugerðum myndu auka afköst í veiðunum milli 12-25 mílna. Þetta hafði ekkert að gera með hvort aðrar þjóðir mættu veiða. Enda sést að stór skip mega veiða þarna í ákv. hólfum.

Og eru íslensku reglurnar að þessu leiti eitthvað öðruvísi en ESB reglurnar? Eg held ekki.

Það er hugsanlegt, samt, að samkv. ESB reglum megi svo stór og öflug skip ekki djöflast svo nærri landi eins og hér tíðkast. Vegna þess að samkv. ESB reglum eru strandveiðar heilagar. Strandbyggðum er hyglað vegna nálægðar við miðin.

Það væri helst eitthvað svoleiðis sem skipti máli í samningaviðræðum landsins við ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.2.2014 kl. 12:46

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er barasta ljótt að ræna aðidarsinna trúnni á sérlausnir Möltu í flatbytnufiskiríinu.
Flatbytnuhúkk á hafnarsvæði eru líka "sjávarútvegur" og hananú! 

Annað hvort fer maður með Augsborgarjátninguna af einlægni með spenntar greipar eða bara sleppir henni. 

Árni Gunnarsson, 24.2.2014 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband