Miðvikudagur, 19. febrúar 2014
ESB-sinni játar vonlausa baráttu
Evrópusambandið er í ringulreið og veit ekki hvert það á að stefna. Til skamms tíma stefndi það í átt að sambandsríki, og þangað vill embættismannakerfið í Brussel stefna, en innri mótsagnir sambandsins leyfa ekki frekari samrunaþróun í bili.
Togstreitan milli Norður- og Suður-Evrópu birtist m.a. í því að Norður-Evrópumenn eru þreyttir á meintri óráðssíu Suður-Evrópubúa, þar sem spilling er meiri og efnahagsstjórnun verri.
Evru-kreppan verður meginviðfangsefni Evrópusambandsins næsta áratuginn. Þau 18 ESB-ríki sem búa við evru eru hluti af öðrum efnahagspólitískum veruleika en þau tíu ESB-ríki sem ekki erum með evru sem lögeyri. Af þeim er eitt, Bretland, líklegt til að yfirgefa Evrópusambandi.
Íslenskir ESB-sinnar eru smátt og smátt að átta sig á því að það þjónar ekki íslenskum hagsmunum að gerast aðilar að Evrópusambandi sem veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga.
Neita að samþykkja reikninga ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er núna 18 lönd sem nota evruna.
Sem þýðir að þau eru öll í gjaldeyrishöftum, þar sem ekkert getur notað eigin gjaldmiðill heldur neyðast til að nota þann sem eru gefinn út af þýsku einkahlutafélagi til heimilis í Frankfurt..
Af þessum 18 ríkjum eru svo a.m.k. þrjú komin í fjármagnshöft, sem þýðir að evran er ekki lengur einn gjaldmiðill heldur margir. Evrur á Kýpur eru til dæmismun verðminni heldur en evrur annarsstaðar á evrusvæðinu.
Raunveruleikinn hefur alltaf yfirhöndina að lokum.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2014 kl. 16:11
Get verið meira sammála Guðmundur og Páll ..
rhansen, 19.2.2014 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.