Ólafur Ragnar síðasta hálmstrá ESB-sinna

Helsti talsmaður ESB-sinna á Íslandi, Þorsteinn Pálsson, leggur til þinglegar hundakúnstir við afturköllun ESB-umsóknarinnar til að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fái tækifæri til að vísa málinu til þjóðarinnar.

ESB-umsóknin fór til Brussel á grundvelli ályktunar alþingis 16. júlí 2009. Þingsályktanir fara ekki til forseta lýðveldisins til staðfestingar, aðeins lög. Þorsteinn Pálsson leggur til að ESB-umsóknin verði afturkölluð með lögum - en ekki þingsályktun - og að forsetinn synji þeim lögum staðfestingar til að þau fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Næsta hugmynd Þorsteins til að bæta stöðu ESB-sinna er að Davíð Oddsson verði formaður Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lokasetningin er fyndin pilla, ein af mörgum verðskulduðum, til hins mjög svo Esb-gruflandi Þorsteins Pálssonar.

En ég er gersamlega ósammála því, Páll, sem þú skrifar hér í þessu sambandi: "Þingsályktanir fara ekki til forseta lýðveldisins til staðfestingar, aðeins lög" - og að þú látir þau orð þín gilda sem alhæfingu, jafnvel um alvarlegustu mál. En það BER einmitt að leggja svo alvarlega þingsályktun fyrir forseta lýðveldisins, sbr. þessar greinar stjórnarskrár Íslands:

"Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði." (16. gr., 2. tl.)

"Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." (19. gr.)

Þetta var EKKI borið undir forsetann, heldur hljóp Össur með umsóknina strax á meginlandið, og verður þó ekki um það efazt, að tillaga um að hefja virka vinnu að því markmiði að leggja lýðveldið inn í erlent stórríki eða ríkjabandalag, sem stefnir að því að verða sambandsríki, ER alvarlegt stjórnarerindi og mikilvæg stjórnarráðstöfun.

Í þessu máli framdi vinstri stjórn Jóhönnu því enn eitt stjórnarskrárbrot og sennilega sitt alvarlegasta.

Jón Valur Jensson, 15.2.2014 kl. 14:17

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Nánar var fjallað um einmitt þetta mál á Fullveldisvaktinni 20. ágúst sl.:

Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 15.2.2014 kl. 14:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er rétt hjá nafna mínum. Það er í raun tímasóun að ræða um þessa umsókn, því hún er lögformlega ekki til, heldur er hún prívat Bjarmalandsför Össurar.

Við erum ekki í neinu umsóknarferli. Það var aldrei borið undir forseta til samþykkis eða höfnunnar, sem er gróft brot á 17. Grein og raunar víðar.

Nú hefur orðið "landráð" verið notað mikið undanfarin ár í tengslum við fyrrverandi stjórn og helst til óspart. Hérna er þó tilefnið dagljóst, til að brúka hugtakið og ekki nóg með það, heldur draga Össur og co fyrir dóm.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2014 kl. 17:26

4 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála Jóni Steinari !

rhansen, 16.2.2014 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband