Föstudagur, 14. febrúar 2014
Kennaraverkfall gæti sprengt ríkisstjórnina
Ef kennarar fara í verkfall mæta þeir ekki til vinnu á ný nema að ganga að launastefnu ríkisstjórnarinnar og ASÍ dauðri. Þar með yrði boðið upp í verðbólgudans og efnahagslega óreiðu sem kæmi ríkisstjórninni í koll.
Hægt er að koma í veg fyrir kennaraverkfall með einföldum hætti:
a) viðurkenna að laun kennara séu lægri en viðmiðunarstétta
b) bjóða kennurum samning sem felur í sér launahækkun sem boðin var í fyrra, um 3 prósent, plús þá hækkun sem sem ASÍ-viðmiðið leyfir með skýrri og hnitmiðaðri áætlun sem tryggir að kennarar sitji ekki eftir í launaskriði í vinnustaðasamningum
c) Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra haldi kjafti á meðan samningar eru gerðir.
Kennarar kjósa um verkfallsboðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kæri Páll, áttu von á að það takist að Illugi tjái sig ekki ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2014 kl. 15:57
ja .eða einhver semji fyrir hann heppileg orð :)
rhansen, 15.2.2014 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.