Karl Th. skilur ekki ESB-ferlið

Karl Th. Birgisson fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar og starfsmaður flokksins í ráðuneytum á síðasta kjörtímabili er sérlega iðinn talsmaður ESB-aðilar Íslands. En eins og fleiri af sama sauðahúsi nennir Karl Th. ekki að setja sig inn í ferlið sem þarf til að komast inn í sambandið.

Karl Th. bloggar um stöðu núverandi ríkisstjórnar til ESB-aðilar og ímyndar sér hvað gerðist ef ríkisstjórnin væri knúin í þjóðaratkvæðagreiðslu til að gera samning við ESB.

Ekki þarf að fjölyrða um freistingarnar sem biðu ráðherranna í samningaviðræðum. Hin stóra augljósa er þessi: Þeir eru svo sannfærðir um að við eigum ekki að vera í Evrópusambandinu, að þeir myndu að sjálfsögðu leitast við að fá sem verstan samning — svo að þjóðin bjánaðist ekki til að samþykkja hann.

Karl Th. er algerlega út í móa í þessum málflutningi. Ríkisstjórn sem er andvíg aðild að Evrópusambandinu fengi aldrei samning. Einfaldlega vegna þess að ESB semur aðeins við þjóðir sem sýna það í verki að þær ætla sér inn í sambandið. Ásetningur umsóknarríkis kemur fram í aðlögunarferlinu sem er kjarninn í inngönguferlinu og er ekki umsemjanlegt, - nema hvað tímasetningar varðar.

Hér útskýrir Evrópusambandið hvað ferlið inn í sambandið

What is negotiated?

The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").

These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.

They are not negotiable:

  • candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.
  • the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this.

Það fara engar samningaviðræður fram, í venjulegri merkingu orðsins, aðeins aðlögun sem ekki er umsemjanleg.

Ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í Evrópusambandið myndi aldrei fá samning. Karl Th. er eins og flestir ESB-sinnar illa þjakaður af þeirri blekkingu að hægt sé að fá óskuldbindandi samning við ESB, og kíkja þannig í pakkann og sjá hvað er í boði. Evrópusambandið býður ekki upp á þá leið. Aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið er eina leiðin sem er í boði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég held að raunveruleikinn sé sá að forkólfar ESB-aðlögunar viti alveg hvað fellst í aðlögun.

Þeir vita upp á hár að það er engin samningur.

Þeir vinna markvist að því að viðhalda ferlinu því þeir vita að ferlið krefst aðlögunar að regluverki sambandsins.

Að lokinni aðlögun þá er bara tímaspursmál hvenær hægt er að smella inn einni JÁ kosningu með stuttum fyrirvara (aðlögunin er jú búin). Það verður gert þegar landinn liggur vel við höggi. Ef það hefst ekki í fyrstu tilraun verða þær bara endurteknar eftir þörfum þangað til JÁ er fengið. 

Það sem er ljótt að þetta óheiðarlega fólk er að spila með fávíst fólk sem nennir ekki að spá í hvað aðlögunarferli að ESB er raunverulega. Því var talin trú að við séum í samningaleik þar sem fullt að góðgæti er í boði og að það græði gommu af peningum.

Sæmilega athugult fólk ætti að finnast það sérkennilegt að ekki var samið um neitt í þau fjögur ár sem vinstristjórnin hékk á lífi. Þetta var jú helsta stefnumál stjórnarinnar og átti ekki að taka nema 18mánuði. Aðeins tókst að taka upp allt regluverk ESB í 11 af 35 köflum.

Nú er bara að vona að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn haldi þessu skítapakki frá stjórn um ókomna tíð.

Eggert Sigurbergsson, 15.2.2014 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband