Gjaldfella konur menntun?

Mun fleiri konur en karlar ljúka háskólanámi, bæði grunnnámi og meistara- og doktorsnámi. Að óbreyttu eru tveir möguleikar. Í fyrsta lagi að konur verði ráðandi í mannaforráðum fyrirtækja og stofnana. Í öðru lagi að menntun verði gjaldfelld og lítt menntaðir karlar teknir fram yfir konur með meiri menntun.

Samkvæmt nýrri skýrslu eru hlutföllin í háskólamenntun kynjanna þessi

Konur eru 62,5% nemenda á háskólastigi og 62,4% nemenda á doktorsstigi. Konur eru í meirihluta þeirra sem útskrifast alls staðar á Norðurlöndunum en á Íslandi er hlutfallið þó áberandi hæst eða tæp 67%.

Karlar eru í tómu tjóni þegar kemur að skólagöngu.

 

 

 


mbl.is Staðalmyndir ráða miklu um námsval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband