Ragnar Arnalds gefur VG síðasta sjens

Ragnar Arnalds fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins er um það bil að gefast upp á VG. Hann heitir á formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, að taka fram fyrir hendur varaformannsins, Björns Vals Gíslasonar, sem vill gera aðildarsamning við Evrópusambandið. Ragnar skrifar

Björn Valur hefur hins vegar engan fyrirvara á afstöðu sinni. Hann gengur skrefinu lengra og vill að gerður verði formlegur samningur sem þjóðin eigi svo kost á að fella, ef henni sýnist svo. Hann hlýtur að gera sér ljóst að ríkisstjórn getur ekki gert samning um inngöngu í ESB nema hún mæli jafnframt með því að hann verði samþykktur.

Augljóst er að þolinmæði Ragnars gagnvart VG er á þrotum. Vegna ESB-málsins eru þeir orðnir nokkuð margir flokksmennirnir sem yfirgefið hafa VG.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Regnboginn er fyrir Ragnar.

Helgi Viðar Hilmarsson, 12.2.2014 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband