Þriðjudagur, 11. febrúar 2014
Meiðyrðin og menningarstríðið
Meiðyrðaumfjöllun er stórum meiri en hún var í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Allar líkur eru að það endurspegli fjölgun meiðyrðamála fyrir dómstólum. Skýringin á þessari þróun er menningarstríðið sem geisar eftir útrás og hrun.
Við hrun veiktust siðferðislegir og pólitískir innviðir samfélagsins. Öfl sem áður voru til hlés vildu gera sig gildandi. Ríkisstjórn vinstriflokkanna var sýnilegast þessara afla en margir aðrir voru kallaðir. Í menningarstríðinu, sem er líkt og Sturlungaöld safn smástríða, er tekist á um tákn og merkingu.
Verkefni dómstóla er að komast að niðurstöðu í málum sem til þeirra er beint. Dómstólar munu á hinn bóginn ekki ráða úrslitum í menningarstríðinu. Úrslitin ráðast í umræðunni.
Þorvaldur sýknaður af kröfum Jóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er snýst nú líka um sæmdina eins og á Sturlungaöld en sæmdin er einnig hluti af menningunni.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.2.2014 kl. 12:39
Sammála, Þorsteinn.
Páll Vilhjálmsson, 11.2.2014 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.