Þriðjudagur, 11. febrúar 2014
Kaup, stöðugleiki og sanngirni
Almenningur lærði það af verðbólguárunum að innistæðulausar kauphækkanir eru eins og að pissa í skóinn þegar kalt er á fótunum. Útrás og hrun kenndi þjóðinni að sígandi lukka er betri en æðisgengin hækkun kauphallarvísitölu.
Forsendur eru fyrir almennum stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, bæði þeim almenna og hinum opinbera. Að því gefnu, vitanlega, að sanngirni sé gætt. Það gengur ekki að með launaskriði eða sérgreiðslum í lífeyrissjóði forstjóra sé þeim launahæstu umbunað sérstaklega.
Stjórnvöld, samtök atvinnurekenda og lífeyrissjóðir verða að tryggja sanngirni á vinnumarkaði.
Fremur krónur en prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki hægt að ætlast til að almennir launþegar skapi stöðugleikan meðan sjálftökuhópar leika lausum hala. Stöðugleiki kemur ofan frá í agaðri hagstjórn og baráttu gegn fákeppni og einkaeinokun sjálftökuhópa. Krónutöluhækkanir gagnast almennum launþegum betur.
Eggert Sigurbergsson, 11.2.2014 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.