Mánudagur, 10. febrúar 2014
Negri, þeldökkur eða blökkumaður
Faðir furðaði sig á orðinu ,,negri" í skólabók dóttur sinnar og fannst það ekki samræmast nútímalegu tungutaki. Negri kemur af spænsku og þýðir svartur. Til skamms tíma var orðið hlutlaus lýsing á þeldökkum íbúum Afríku og afkomendum þræla í Ameríku.
Í enskum orðabókum er orðinu lýst sem úreltu og móðgandi.
Negri er sennilega úrelt orð á íslensku og orðin þeldökkur eða blökkumaður meira við hæfi. Svertingi, á hinn bóginn, stendur nærri orðinu negri og ábyggilega sumir sem teldu það óviðeigandi.
Athugasemdir
Mér finnst “negri” óþægilega lítilsvirðandi,einhver gömul áhrif líklega. Ég minnist deilna um öll þessi orð,þá sérstaklega um þeldökka. Það vísar í þel sem er ull og þótti þess vegna ekki við hæfi. En blóðblöndun við hvíta stofninn,hefur skapað marga manneskjuna gullinbrúna,eftirsóknarverðan litarhátt.
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2014 kl. 21:09
Ég á bók sem heitir; Tíu litlir negrastrákar.
Hörður Einarsson, 11.2.2014 kl. 00:20
Það væri verðugt að uppfæra námsefni svo það hæfi tíðarandanum. Það er hálf aulalegt að þetta skuli gerast, þótt orðið negri sé ekki jafn niðrandi í okkar tungu og í enskri. Niggari er aftur á móti orð sem er notað í niðrandi merkingu hér.
Hneykslun pólitískra réttrúnaðarhænsna er hinsvegar hálf skopleg í þessu máli. Það fólk lætur ekkert tækifæri onotað til að súpa hveljur yfir ómerkilegustu smámálum sér til sjálfsréttlætingar. Þessi hneykslun sýnir að þetta fólk er í raun miklu meðvitaðra um kynþáttaaðskilnað og rasisma en fólk flest, sem hefur engar sérstaka velgju yfir slíkum skilgreiningum.
Það væri kannski jafn hneykslanlegt að kalla okkur Blanco til að lýsa þeli. Pólitísk rétthugsun myndi jafnvel krefjast þess að við yrðum kallaðir þelbjartir í stað öess að skilgreina okkur eftir litaspjaldi.
Svartir og þeldökkir eiga mikið af niðrandi orðum um hvíta, sem aldrei er hneykslast yfir. Svín er t.d. eitt.
Menn hafa verið flokkaðir eftir litarhafti án þess að það veki sérstaka hneykslan. Gulir Rauðir og jafnvel bláir. Blámenn er ein lýsing blökkumanna / þeldökkra / svertingja / negra...
Hvað af þessu er þoknanlegast sem lýsingarorð? Verða menn ekki að fara að koma sér saman um það? Er ekki rétt að rétthugsunarhænsnin taki af skarið og negli þetta niður. Kannski finna þeir skilgreiningu sem endist einhver ár þar til tíðarandinn breytir því í hnjóðsyrði og viðkomandi geti á ný sopið hveljur yfir eigin tillögu.
Það er sannarlega vandlifað í þessum heimi.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2014 kl. 05:12
Vandlifað Jón Steinar,já ein birtingarmyndin í dag er fjöldi meiðyrða mála. Varð hugsað til þess í gær,hve mikill munur er á lit blökkumanna (allt frá kolsvörtum til ljósbrúnna),en komst bara alls ekkert áfram. Mundi t.d. ekki að börn svartra og hvítra eru kölluð múlattar.
Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2014 kl. 13:49
Börn/afkomendur
Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2014 kl. 13:51
"enn orðið" er bannorð í N-Ameriku, eins og F-this and that á meðal siðaðra. Bíómyndir upprunnar þaðan, brengla þessa sýn okkar á kanann. Oft verður landinn fyrir sjokki, þegar hann vill samsama sig inn í ameríska þjóðfélagið og vera "töff" og grípur því til hins ofnotaða "eff" orðs, sem veldur pirringi og hneykslun á meðal flestra. Mér finnst dáldið eins og verið sé að yfirfæra hughrifin og niðurlæðinguna sem felst í orðinu "niggers" yfir á íslenska orðið negrar. Við höfum ekkert niðurlægjandi uppnefni á svertingja (negra). Allavega krullaðist ég ekki upp í hneykslun af sömu ástæðu og allir hinir, finnst eiginlega negri fallegri en svertingi. Varð hins vegar sorgmædd yfir kennsluefninu sjálfu, einsleitni þess og leiðinlegheitum. Ef krafan til lesgreindar er borin svona á borð, er hægt að búast við miklu í lesskilningi og árangri t.d. í PISA prófum?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.2.2014 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.