Sunnudagur, 9. febrúar 2014
Heimssýn afhjúpar fréttafölsun RÚV
Heimssýn bloggaði um stórundarlega fréttamennsku RÚV þar sem dreginn var taumur andstæðinga krónunnar. RÚV var svo í mun að þjóna hagsmunum ESB-sinna að fréttastofan skáldaði upp breytu í könnuninni sem vísað var til. RÚV laug því til að spurt hefði verið um evru í könnuninni, en svo var ekki.
Í bloggi Heimssýnar er spurt hvað fréttastofu RÚV gangi til með fréttafölsun af þessu tagi.
RÚV viðurkennir fréttafölsunina með því að birta endurskoðaða frétt um skoðanakönnunina. Fréttafölsun RÚV birtist fimmtudaginn 6. febrúar og það er ekki fyrr en þrem dögum seinna sem leiðréttingin birtist.
Fréttamenn RÚV geta vitanlega ekki komist upp með að ljúga upp fréttum og aðeins leiðrétt þær þegar lygin er rekin ofan í fréttastofuna. Lög um RÚV voru þverbrotin í þessu tilviki.
Fréttastofa RÚV verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og útskýra hverjir bera ábyrgð á fréttafölsuninni. Það er ekki nóg að segja að upphafleg frétt ,,reyndist röng." Einhver fréttamaður sem starfar á ábyrgð vaktstjóra og fréttastjóra laug upp frétt. Og það er ekkert smámál sem hægt er að afsaka með því að fréttin hafi ,,reynst röng."
Athugasemdir
Þetta er alvarleg framsetning á stórpólitísku máli. Að niðurstöður skoðanakannana séu notaðar í áróðursskyni er eitt en rangtúlka og mistúlka er óafsakanlegt. Fréttamenn sem misnota aðstöðu sína í pólitísku skyni eiga að víkja. Og fréttastjóri sem leyfir fréttamanni að lögsækja mann úti í bæ í eigin nafni vegna fréttaflutnings ríkisútvarpsins, er ekki starfi sínu vaxinn. Fréttir eru sagðar í nafni stofnunarinnar en á ábyrgð fréttastjóra. Gildir einu hver semur eða flytur eða hver vaktstjóri er hverju sinni. Vonandi vinnurðu þitt mál Páll og í kjölfarið verði fólki settar starfsreglur af stjórn stofnunarinnar en ekki þeim sem í hlut eiga. Sagt er að Páll Magnússon hafi persónulega samið einhverjar reglur sem fréttastofan og Kastljósfólk á að vinna eftir. Ef svo er þá kallar það á endurskoðun á stjórn ríkisútvarps-sjónvarps.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.2.2014 kl. 16:42
Ég hvet þig Páll, til að fylgja þessu máli eftir af öllum þínum þunga, því þarna er moldvarpa og nær örugglega mútuþegi í ábyrgðarstöðu staðinn að verki, eða með öðrum orðum, gripinn glóðvolgur og þann varginn verður hreinlega að svæla út.
Þetta mál er t.a.m. hundraðfalt alvarlegra, en þetta svokallaða lekamál, sem tröllríður ákveðinni fjölmiðla- og stjórnmálastefnu, sem að því virðist hefur það helst að markmiði að koma höggi á Innanríkisráðherra og það í vafasömum og nær örugglega fölsuðum tilbúningi.
Jónatan Karlsson, 9.2.2014 kl. 17:23
Þarna er enn ein sönnunin fyrir því að RÚV þverbrýtur hlutleysis reglur og gengur blygðunarlaust erinda krónuhatara og ESB trúboðsins á Íslandi ! Þessu máli þarf að fylgja eftir við stjórn RÚV !
Gunnlaugur I., 9.2.2014 kl. 17:26
ESB prédikarar virðast ekki svífast neins í ofstæki sínu. Það að þau valdi tjóni í samfélaginu í áróðurherferðinni virðist aukaatriði í þeirra hug. Þetta er allt ömurlegt.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.2.2014 kl. 03:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.