Föstudagur, 7. febrúar 2014
VG með skoðun hjólreiðum, ekki ESB-umsókn
VG staðfestir sig sem jaðarsport íslenskra stjórnmála með ítarlegri umfjöllun um hjólreiðar á flokksráðsfundi en enga tillögu um afstöðu til ESB-umsóknarinnar sem hleypt var af stokkunum 16. júlí 2009 með svikum þingmanna VG.
VG ímyndar sér að krúsídúllupólitík Bjartar framtíðar sé til fyrirmyndir og ætlar þess vegna ekki að vera með neina afgerandi skoðun í stórpólitískum málum.
Björtframtíðarpólitík er kósí yfir rauðvínsglasi í póstnúmeri 101 en á ekkert erindi við almenning í landinu.
Félagslega sinnuð stjórnmálaöfl standi saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er fólk í 101 ekki almenningur?
Wilhelm Emilsson, 7.2.2014 kl. 20:10
Ein sem er í framboði fyrir VG í 101(man ekki nafnið), vissi ekki einu sinni, í viðtali á Útvarpi Sögu, að á Íslandi væri 40 stunda vinnuvika, en ekki 37 stunda. Einhvertíma hefði það þótt frétt, að vinstri frambjóðandi vissi ekki um svona grundvallar-atriði.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2014 kl. 20:44
VG er flokkur sem er að verða að engu.
Flokksforystan stóð fyrir einhverjum ósvífnustu kosningasvikum fyrr og síðar í íslenskri stjórnmálasögu þegar að VG stóð að baki ESB umsókninni í júlí 2009.
Vegna þessa hefur flokkurinn verið að verslast upp og á sér engan tilverugrundvöll lengur, nema þá að verða að einhverskomnar áhrifalaus sófakomma Deild í ESB- Samfylkingunni.
Gunnlaugur I., 7.2.2014 kl. 21:05
vg + hjólreiðar + esb = frelsibarátta
Rafn Guðmundsson, 8.2.2014 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.